Vistor Lausasala | Vistor

Lausasala

Lausasölulyf og heilsuvörur annast sölu og markaðssetningu á lausasölulyfjum, fæðubótarefnum og heilsuvörum.

Stærstu birgjar deildarinnar eru McNeil Denmark Aps og McNeil Sweden AB sem bæði eru í eigu Johnson & Johnson og rekin undir merkjum Johnson & Johnson Consumer Nordic, dótturfyrirtækis J&J á Norðurlöndunum.

Nikótínlyfið Nicorette er stærsta einstaka vörumerki deildarinnar og er það jafnframt eitt stærsta lyfið á lausasölulyfjamarkaði hér á landi. Meðal annarra lausasölulyfja deildarinnar má nefna Treo verkjastillandi freyðitöflur, hægðalyfin Microlax, Imodium og Magnesia
Medic, sveppalyfin Pevaryl, Daktacort og Fungoral, sem og Imogaze við uppþembu og lofti í maga.

Meðal heilsuvara deildarinnar má nefna Locobase húðvörurnar, Listerine munnskol, Benecta og PreCold.

Aðrir birgjar deildarinnar eru Abigo, LEO Pharma A/S, Meda AB, Omega Pharma Aco Nordic og íslensku líftæknifyrirtækin Genís ehf. og Zymetech.

Hafðu samband

Tilkynningar

PreCold er munnúði sem notaður er gegn kvefi, til að draga úr einkennum kvefs og til að stytta tíma kvefeinkenna. Dregur úr líkum á kvefi og styttir tíma kvefeinkenna ef það er notað frá upphafi einkenna.

Meira

Frá toppi til táar...Compeed® eru lítt áberandi plástrar sem lina fljótt sársauka í frunsum, blöðrum, líkþornum og sprungum á hælum. Virkar eins og gerviskinn. Viðheldur réttu rakastigi og dregur úr þrýstingi.

Meira