Vistor

Boehringer Ingelheim

Boehringer Ingelheim var stofnað í Ingelheim við Rín (Þýskalandi) árið 1885, þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru enn þann dag í dag. Boehringer Ingelheim er hópur fyrirtækja sem helgar sig rannsóknum, þróun, framleiðslu og markaðssetningu lyfja fyrir menn og dýr sem hafa mikinn ávinning í för með sér fyrir neytandann.

Boehringer Ingelheim er eitt af 20 stærstu lyfjafyrirtækjum í heimi. Tölulegar upplýsingar (2009) 142 sameinuð fyrirtæki í 50 löndum 41.534 starfsmenn Sala: 12.721 milljón €.

Sýn okkar – „ verðmæti með nýsköpun“ (value through innovation).

Boehringer Ingelheim hefur trú og skýr markmið sem hægt er að taka saman í setningunni: Verðmæti með nýsköpun. Þessi sýn hefur hjálpað okkur að byggja á styrkleikum okkar og gera sem mest úr okkar sérkennum. Í heimi sem breytist hratt og felur í sér mikla samkeppni verða vörur, þjónusta og fyrirtæki sífellt að taka breytingum. Í dag getur raunverulegt verðmæti fyrir viðskiptavininn einungis skapast með sífelldri þróun á nýjum lausnum og því að gera það sem við gerum nú þegar, betur.

Viðskiptasvið:

Lyf fyrir menn (human pharmaceuticals)
– Lyfseðilsskyld lyf
– Lausasölulyf (consumer health care)
– Fyrir iðnað

– Lyf fyrir dýr (animal health)
Rannsóknir & þróun (R&D)

Við notum sem nemur andvirði 21% af sölu til rannsókna og þróunar, á stærsta viðskiptasviði okkar, sem eru lyfseðilsskyld lyf (2009). Rannsóknir og þróun á lyfjum sem ætluð eru fólki, fara fram á fjórum stórum og þremur smærri rannsóknarstöðum víðs vegar um heiminn. Boehringer Ingelheim einbeitir sér að rannsóknum og þróun innan sex stórra rannsóknarsviða. Þau eru eftirfarandi:

– Öndunarfærasjúkdómar
– Hjarta- og efnaskiptasjúkdómar
– Krabbameinsfræði
– Taugasjúkdómar
– Ónæmisfræði
– Smitsjúkdómar

www.pradaxa.is

Styrkir Boehringer Ingelheim:

2014
•Málþing á Læknadögum, “New Developments in Atrial Fibrillation”.

2012
• Gerð bæklingsins “Gáttatif og slag” sem Heilaheill gáfu út.

Hafðu samband

Lyfjaheiti Framleiðandi Lyfseðilsskylt SmPC Tengiliður
ActilyseBoehringer Ingelheim
AtroventBoehringer Ingelheim
BuscopanBoehringer Ingelheim
CatapresanBoehringer Ingelheim
DulcolaxBoehringer Ingelheim
GiotrifBoehringer Ingelheim
JardianceBoehringer Ingelheim
JentaduetoBoehringer Ingelheim
LaxoberalBoehringer Ingelheim
MetalyseBoehringer Ingelheim
MicardisBoehringer Ingelheim
MicardisplusBoehringer Ingelheim
OfevBoehringer Ingelheim
PersantinBoehringer Ingelheim
PradaxaBoehringer Ingelheim
PraxbindBoehringer Ingelheim
SifrolBoehringer Ingelheim
Spiolto RespimatBoehringer Ingelheim
SpirivaBoehringer Ingelheim
Striverdi RespimatBoehringer Ingelheim
SynjardiBoehringer Ingelheim
TrajentaBoehringer Ingelheim
ViramuneBoehringer Ingelheim