Vistor Dýraheilbrigði | Vistor


Dýraheilbrigði

Dýraheilbrigði er skipt niður í nokkur svið eftir vörutegundum:

– DÝRALYF
– ÁHÖLD, TÆKI & REKSTRARVARA
– FÓÐUR & BÆTIEFNI
– ÖRMERKI

Vistor hf. hefur að bjóða vörutegundir margra þekktra og virtra framleiðenda og leggur áherslu á gott aðgengi viðskiptavina að þessum vörum og þjónustu þeim tengdum. Sölu- og markaðsstjóri deildarinnar er Anna Ólöf Haraldsdóttir dýralæknir og sölufulltrúi er Margrét Dögg Halldórsdóttir.

Umhverfi dýralyfjamarkaðarins er sífellt að breytast bæði erlendis og á Íslandi. Með því að bjóða sérhæfða þjónustu í þessum málaflokki, frumkvæði auk faglegrar nýbreytni er Vistor hf. fýsilegur samstarfsaðili hvort heldur er fyrir lyfjaframleiðandann, lyfjabúðina og dýralækninn, nú eða sérhæfð fyrirtæki og stofnanir innan landbúnaðargeirans.

Markmið deildarinnar eru skýr; að vera í fararbroddi í málaflokkum er varða dýraheilbrigði íslensks búpenings sem og gæludýra.

Hafðu samband

Anna Ólöf Haraldsdóttir

Margrét Dögg Halldórsdóttir

Tilkynningar