Fyrirtækið
Vistor hf. er leiðandi fyrirtæki á sviði markaðssetningar á lyfjum, heilsuvörum og dýraheilbrigðisvörum á Íslandi.
Deildarskipting Vistor
Vistor er samstarfsaðili fjölmargra alþjóðlegra lyfjafyrirtækja og veitir þeim þjónustu við skráningar, sölu- og markaðsmál, klínískar rannsóknir, auk þess að hafa milligöngu um innflutnings- og dreifingarstarfsemi. Með því að leggja áherslu á skilvirka og hnitmiðaða starfsemi og skapa starfsumhverfi sem laðar að hæfa einstaklinga til starfa gerir Vistor samstarfsaðilum sínum kleift að ná settum markmiðum. Ennfremur er kaupendum og neytendum varanna tryggt auðvelt og áreiðanlegt aðgengi.
Markmið Vistor er að vera ákjósanlegasti samstarfsaðilinn á íslenska lyfjamarkaðinum, í huga viðskiptavina, birgja, starfsmanna og samfélagsins.
SAGA
Saga Vistor nær aftur til ársins 1956, en þá tóku sjö apótekarar sig saman um að koma á umbótum í lyfsölumálum landsmanna og stofnuðu innkaupasamband apótekara, Pharmaco hf. Þetta var á tímum hafta- og skömmtunarstefnu í efnahagsmálum á Íslandi. Sérstök leyfi þurfti til fjárfestinga og innflutningur var háður gjaldeyris- og innflutningsleyfum. Vöruskortur var almennur og svo var einnig í lyfjaverslunum. Ástandið var óviðunandi og því stofnuðu lyfsalar innkaupasamband apótekara til að svara brýnni þörf og tryggja með markvissum hætti framboð á lyfjum alls staðar á landinu.
Helstu viðburðir í sögu fyrirtækisins:
1956
Pharmaco hf. stofnað af sjö apótekurum til að markaðssetja og dreifa lyfjum.
1960
Pharmaco hf. hefur framleiðslu lögbókarlyfja.
1981
Delta hf. stofnað til að sinna framleiðslu.
1990
Pharmaco byrjar að selja heilbrigðistæknivörur.
1992
Eignarhlutinn í Delta seldur.
1993
Endurskipulagning starfsemi Pharmaco, með áherslu á heildsölu og dreifingu á lyfjum, lækningatækjum, hjúkrunarvörum og snyrtivörum.
1997
Dreifingarstarfsemi Pharmaco hlýtur ISO 9001 gæðavottun.
2000
Pharmaco sameinast Balkanpharma í Búlgaríu.
2002
Pharmaco Ísland ehf. stofnað og selt Veritas, sem er undir forystu Hreggviðs Jónssonar. Pharmaco Ísland verður PharmaNor hf. og stofnar dótturfélag utan um snyrti- og neytendavörur. Dótturfélagið fær nafnið CosNor.
2004
Dótturfélagið CosNor selt.
2005
Nafnbreyting 10. janúar. PharmaNor verður Vistor.
2007
Starfsemi innkaupa- og dreifingardeildar Vistor gerð að sér félagi, Distica hf.
2008
Eigandi Vistor, Veritas, gert að virku móðurfélagi. Fjármála- og stoðsvið flytjast í Veritas.
2011
Starfsemi heilbrigðistæknisviðs Vistor gerð að sér félagi, MEDOR ehf. Vistor yfirtekur Íslenskar lyfjarannsóknir ehf. (Encode).
2014
Vistor, Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014. Stjórnkerfi upplýsingaöryggis móðurfélagsins hlýtur ISO 27001 vottun.
2015
Vistor, Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2015. Vistor, ásamt öðrum fyrirtækjum Veritas samstæðunnar, fær gullmerkið í Jafnlaunaúttekt PwC.
2016
Artasan og Gengur vel sameinuð.
2017
Kaup á IceCare og 34% hlut í Lumina Medical Solutions.
Öll félög samstæðunnar fá viðurkenninguna “Framúrskarandi fyrirtæki” hjá Creditinfo.
Endurskipulagning samstæðu. Nýtt móðurfélag, Guðrúnarborg, er stofnað. Fasteignir færðar í Hávarðsstaði.
2018
Eignarhlutur í Festi seldur.
Aukning á fjölbreytni: Veritas kaupir fyrirtækið Stoð, sem er sérfræðingur í heildarlausnum fyrir fatlaða og leiðandi í þjónustu við einstaklinga sem þurfa á hjálpartækjum að halda.
2019
Aukning á fjölbreytni: Veritas kaupir fyrirtækið Ýmus og eignarhlut í GeoSilica.
2020
Distica hefur eigin dreifingu á höfuðborgarsvæðinu.
Nýtt vöruhús Distica í Miðhrauni tekið í notkun.
Mínar síður uppfærðar og nýr vefur Distica í loftið.
2021
Vistor – Fyrirmyndarfyrirtæki VR
Artasan – VR Fyrirtæki ársins
Stjórn

GUÐBJÖRG ALFREÐSDÓTTIR
Guðbjörg er með meistaragráðu í lyfjafræði frá danska lyfjafræðiháskólanum og lauk AMP námi frá INSEAD árið 2007. Guðbjörg hefur rúmlega 30 ára starfsreynslu af sölu- og markaðsmálum innan lyfjageirans og hefur verið í stjórnunar- og áhrifastöðum innan hans í rúm 20 ár. Hún hóf störf hjá Pharmaco árið 1977, sem síðar varð Vistor. Frá árinu 2008 gegndi hún stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækisins, þar til hún lét af störfum árið 2012. Í gegnum tíðina hefur Guðbjörg verið fulltrúi lyfjamála í ýmsum nefndum og ráðum. Þá skipaði ráðherra Guðbjörgu í nefnd til að móta lyfjastefnu, en sú nefnd hefur lokið störfum.

HRUND RUDOLFSDÓTTIR
Hrund Rudolfsdóttir er stjórnarformaður Vistor. Hún er forstjóri Veritas. Hrund var framkvæmdastjóri starfsþróunar hjá Marel Food Systems Corporate frá 2009-2013 og gegndi starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og fjárfestingarverkefna hjá Milestone ehf./Moderna Finance ehf. frá 2007-2009. Þar áður var hún framkvæmdastjóri L&H eignarhaldsfélags, 2003-2007, og framkvæmdastjóri Lyfja & heilsu hf. 2003-2006. Hrund situr í stjórn Viðskiptaráðs Íslands og er stjórnarformaður Artasan ehf., Distica hf., Lumina ehf. og Stoð hf. Hún er með M.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School, Cand.Oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, ásamt því að hafa lokið Advanced Management Program (AMP) frá IESE Business School.

INGÓLFUR ÖRN GUÐMUNDSSON
Ingólfur Örn Guðmundsson er með B.Sc. gráðu í vöruhönnun frá Ohio State University, MBA gráðu frá Háskóla Íslands, ásamt því að hafa lokið námi í PMD (Project Management in Development) frá Háskólanum í Reykjavík. Ingólfur hefur starfað í alþjóðlegu umhverfi markaðsmála í yfir 25 ár. Lengstum starfaði hann hjá Marel, fyrst innan sviðs vöruþróunar sem vöruhönnuður en um 22 ára skeið leiddi hann alþjóðlega uppbyggingu markaðsstarfs hjá Marel. Hann hefur að auki komið að margs konar verkefnum á sviði vöruþróunar, stefnumótunar og sölumála. Árið 2018 venti Ingólfur kvæði sínu í kross og byggði upp markaðsmálin hjá nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis og síðan starfaði hann um skeið sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Skaganum 3X, áður en hann hóf störf sjálfstætt sem ráðgjafi á sviði markaðsmála.
Stjórnendur

Arnar Þórðarson
Framkvæmdastjóri Vistor
Arnar tók við starfi framkvæmdastjóra af Gunni Helgadóttur síðla árs 2020. Hann er með M.Sc. í markaðsfræði frá Copenhagen Business School og B.Sc. í hagfræði frá Auburn Montgomery. Áður en Arnar tók við starfi framkvæmdastjóra starfaði hann sem markaðsstjóri hjá Vistor síðan um mitt ár 2018. Þar áður starfaði hann hjá Novo Nordisk, bæði sem vörustjóri í höfuðstöðvum, sem og í þýskum og dönskum dótturfélögum fyrirtækisins.
Skipurit
Gildi Vistor
Gildi Vistor, sem starfsmenn fyrirtækisins hafa að leiðarljósi í störfum sínum, eru ÁREIÐANLEIKI – HREINSKIPTNI – FRAMSÆKNI.
Gildin eru táknuð með þessum merkjum:
Þessi gildi eru niðurstaða gildavinnu sem allir starfsmenn fyrirtækisins tóku þátt í
Stjórnarhættir



Birting upplýsinga/Disclosure Code
Frá 30. júní 2016 voru gerðar aðgengilegar, hér á þessari síðu, upplýsingar á grundvelli reglna um birtingu upplýsinga, the Disclosure Code. Um er að ræða greiðslur vegna samstarfs við heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir á árinu 2015. En hvers vegna?
Samstarf heilbrigðisstarfsfólks og lyfjafyrirtækja hefur haft jákvæð áhrif á þróun meðferða og lyfja. Þessir aðilar taka iðulega höndum saman við rannsóknir og fræðslu, til hagsbóta fyrir sjúklinga.
Með innleiðingu siðareglna hafa lyfjafyrirtækin og heilbrigðisstarfsfólk unnið að því að efla þær reglur sem samstarf þeirra byggist á. Almenningur á að geta treyst því að slíkt samstarf hafi ekki áhrif á klínískar ákvarðanir og að heilbrigðisstarfsfólk ráðleggi, veiti eða kaupi viðeigandi meðferð og þjónustu sem byggist eingöngu á klínískum niðurstöðum og reynslu.
EFPIA, Frumtök og öll aðildarfyrirtæki þess styðja þessar reglur um birtingu upplýsinga. Reglurnar kveða á um að öll aðildarfyrirtæki birti upplýsingar um greiðslur til heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisstofnana frá og með árinu 2016. Árið 2016 voru birtar upplýsingar byggðar á samskiptum ársins 2015 og þaðan í frá árlega. Þær greiðslur sem reglurnar ná til eru t.d. styrkir til heilbrigðisstofnana, ráðgjafagreiðslur fyrir fyrirlestra, ferða- og dvalarkostnaður og skráningargjöld á ráðstefnur.
Markmiðið er að efla samstarf lyfjafyrirtækja og heilbrigðisstarfsfólks með því að gera það gegnsærra fyrir sjúklinga og aðra þá sem hagsmuna eiga að gæta. Við hlökkum til að vinna áfram að því að auka gæði meðferða, rannsókna og almennrar umönnunar sjúklinga.
Upplýsingarnar eru birtar á heimasíðu Vistor í samráði við og með samþykki viðkomandi heilbrigðisstarfsmanns.
2021
2020
2019
Viðurkenningar
Framúrskarandi fyrirtæki
Í 13 ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar að teknu tilliti til ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Aðeins 2% fyrirtækja sem skráð eru í hlutafélagaskrá á Íslandi komust inn á lista Creditinfo fyrir árið 2022. Vistor stóðst styrkleikamat Creditinfo og telst því vera Framúrskarandi fyrirtæki 2022. Vistor er stolt af því að hafa verið í hópi framúrskarandi fyrirtækja öll árin sem Creditinfo hefur veitt viðurkenninguna.
Vistor er aðili að Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð (síðan 2020).
Aðildin er liður í nýlegri umhverfisstefnu Veritas og dótturfélaga sem hefur það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærri þróun, þar á meðal heilbrigði og velferð samfélagsins auk þess að skapa virði fyrir samfélagið í heild. Hlutverk Festu er að auka þekkingu á samfélagsábyrgð fyrirtækja, stofnana og hverskyns skipulagsheilda til að tileinka sér samfélagslega ábyrga starfshætti og stuðla að aukinni sjálfbærni. Festa eykur vitund í samfélaginu og hvetur til samstarfs og aðgerða á þessu sviði. Festa er því brúarsmiður og leiðarljós. Festa tengir saman ólíka aðila; fyrirtæki, sveitafélög og einstaklinga sem vilja vera leiðandi á sviði samfélagsábyrgðar og sjálfbærni.
Frekari upplýsingar um Festu má finna á https://samfelagsabyrgd.is/
Jafnlaunaúttekt PwC
Jafnlaunaúttekt PwC greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem hafa áhrif á laun, s.s. menntunar, starfsaldurs, starfaflokks og vinnustunda. Til að hljóta gullmerkið þurfa fyrirtæki að hafa 3,5% eða minni launamun. Vistor er stolt af því að hafa hlotið gullmerki PwC og launamunur kynjanna hjá Vistor var langt undir viðmiðum PwC eða 1,2% varðandi grunnlaun og 0,4% þegar heildarlaun voru skoðuð. Þessar niðurstöður undirstrika áherslur félagsins varðandi jafnan hlut kvenna og karla.
Fyrirmyndarfyrirtæki VR
VR hefur staðið fyrir könnun á Fyrirtæki ársins í tæplega tvo áratugi og er stærsta vinnumarkaðskönnun sem gerð er á Íslandi. Í könnuninni er spurt um viðhorf til átta lykilþátta í innra starfsumhverfi fyrirtækja. Þessir þættir eru trúverðugleiki stjórnenda, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki í vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd fyrirtækis og ánægja og stolt. 10 efstu fyrirtækin í sínum stærðarflokki fá leyfi til að nota lógómerkið Fyrirmyndarfyrirtæki.
