Gæðadeild

Helsta verkefni gæðadeildar Vistor er að byggja upp og viðhalda gæðahandbók sem tryggir að Vistor uppfylli gæðakröfur birgja (gæðatryggingarsamningar) og íslenskra yfirvalda (lög, reglugerðir og heildsöluleyfi).

Gæðadeild gætir fyllsta trúnaðar gagnvart öllum samskiptaaðilum.

Nánar um gæðadeild

Helstu samskiptaaðilar: birgjar, skráningardeild Vistor, markaðsdeildir Vistor, Distica, LST:

Gæðadeild er sjálfstæð stoðdeild innan Vistor. í deildinni eru tveir starfsmenn, gæðastjóri/faglegur forstöðumaður Vistor og sérfræðingur í gæðamálum/ábyrgðarhafi Vistor.

Helstu ytri samskiptaaðilar eru birgjar og lyfjastofnun. Gæðadeildin er auk þess í góðum samskiptum við aðrar deildir Vistor sem og við móðurfélagið Veritas og systurfélögin Artasan og Distica.

Með öflugri gæðahandbók og vel þjálfuðu starfsfólki tryggir Vistor að kröfur birgja og yfirvalda séu uppfylltar. Gæðadeild rýnir gæðatryggingasamninga við birgja til að tryggja að Vistor geti mætt kröfunum sem þar koma fram.

Gæðadeild vinnur að stöðugum umbótum t.d. með reglulegri endurskoðun verklagsreglna. Gæðastjóri er ábyrgur fyrir þjálfun starfsmanna Vistor og deildin gefur út rafræna þjálfunaráætlun fyrir hvern starfsmann.  Gæðastjóri sér einnig um innra eftirlit í deildum Vistor til að tryggja að þessum kröfum sé framfylgt.

Sérfræðingur gæðamála er umsjónarmaður kvartana vegna framleiðslugalla og sér um öll samskipti við Distica og birgja vegna þeirra. Netfangið complaints@vistor.is er vaktað á virkum dögum. 

Ef til innkallana kemur sér gæðadeildin um samskipti við birgja og yfirvöld. Netfangið qa@vistor.is er vaktað.

Hafðu samband

Sigrún Edwald

Sigrún Edwald

Gæðastjóri Gæðadeild