Vistor

GUNNUR HELGADÓTTIR

Gunnur Helgadóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Vistor hf. þann 1. janúar 2012. Gunnur er MBA frá Háskólanum í Reykjavík og er með BSc próf í hjúkrun frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað hjá Vistor frá árinu 2003, fyrst sem sölufulltrúi og síðan í 5 ár sem markaðsstjóri. Einnig hefur hún víðtæka starfsreynslu sem hjúkrunarfræðingur, mestmegnis í Svíþjóð.