Vistor Lausasala | Vistor

Lausasala

Lausasölulyf og heilsuvörur annast sölu og markaðssetningu á lausasölulyfjum, jurtalyfjum, fæðubótarefnum og heilsuvörum.

Stærstu birgjar deildarinnar eru McNeil Denmark Aps og McNeil Sweden AB sem bæði eru í eigu Johnson & Johnson og rekin undir merkjum Johnson & Johnson Consumer Nordic, dótturfyrirtækis J&J á Norðurlöndunum.

Nikótínlyfið Nicorette er stærsta einstaka vörumerki deildarinnar og er það jafnframt eitt stærsta lyfið á lausasölulyfjamarkaði hér á landi. Meðal annarra lausasölulyfja deildarinnar má nefna Livostin ofnæmislyf, hægðalyfið Microlax, Imodium við niðurgangi, sveppalyfið Daktacort , sem og Imogaze við uppþembu og lofti í maga.

Meðal heilsuvara deildarinnar má nefna, Listerine munnskol, Benecta og PreCold.

Aðrir birgjar deildarinnar eru Abigo, LEO Pharma A/S, Lýsi, Perrigo, Aco Nordic og íslensku líftæknifyrirtækin Genís ehf. og Zymetech.

Hafðu samband

Guðný Traustadóttir

Jódís Brynjarsdóttir

Tilkynningar

PENZIM® húðáburður er græðandi og rakagefandi og dregur úr kláða og óþægindum vegna þurrks. PENZIM® er húðáburður sem fæst sem gel eða lotion. PENZIM hefur verið á markaði á Íslandi frá árinu 1999.

Meira

Frá toppi til táar...Compeed® eru lítt áberandi plástrar sem lina fljótt sársauka í frunsum, blöðrum, líkþornum og sprungum á hælum. Virkar eins og gerviskinn. Viðheldur réttu rakastigi og dregur úr þrýstingi.

Meira