Vistor Lyf | Vistor

Lyf

Lyfjaumboðsdeildirnar eru tvenns konar. Annars vegar kjósa framleiðendur að sérdeild starfi sjálfstætt að markaðsmálum þeirra, með aðstoð stoðdeilda Veritas, móðurfélags Vistor. Ein slík deild er í Vistor og er það Janssen.

Í klösum 1, 2, 3, 4 og 5 eru hins vegar fleiri framleiðendur í blönduðum markaðsdeildum. Vistor kappkostar að vera sveigjanlegt í óskum umbjóðenda sinna og breytir ört til í samvinnu við þá.

Megináhersla í starfsemi lyfjaumboðsdeildanna er sala, markaðssetning og kynning á lyfjum og lyfjanotkun við sjúkdómum á öllum lækningasviðum. Lögð er mikil áhersla á samvinnu við lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk og að veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf og upplýsingar.

Lyfjaumboðsdeildirnar sjá einnig um útgáfu fræðsluefnis fyrir lækna og almenning, fræðslufundi fyrir lækna og þátttöku í ráðstefnum, svo eitthvað sé nefnt.

Nokkur lyfjafyrirtæki standa fyrir þátttöku íslenskra lækna í klínískum lyfjarannsóknum og njóta þjónustu deildar Klínískra rannsókna í Vistor við eftirlit og framkvæmd þeirra.

 

Hafðu samband

Starfsmenn

LYFJAGÁT

Telji einstaklingur sig fá aukaverkun af lyfi er honum ráðlagt að hafa samband við viðkomandi lækni til að tilkynna um aukaverkunina og til að læknirinn geti metið hvort breyta þurfi meðferð m.t.t. aukaverkunarinnar. Einnig má tilkynna aukaverkunina til Lyfjastofnunar eða til lyfjafræðings í apóteki. Fyrir þau lyf sem Vistor er umboðsaðili fyrir má einnig tilkynna um aukaverkanir beint til Vistor, á póstfangið safety@vistor.is eða í síma 535-7000. Eftir lokun skiptiborðs skal hafa samband við öryggisþjónustufyrirtæki okkar í síma 535-7035, vegna fyrirspurna um notkun lyfja eða annara vara frá Vistor, tilkynninga um aukaverkanir eða innkallana sem ekki geta beðið þar til skrifstofa opnar á ný.

Lyfjagátarfulltrúi ber ábyrgð á:

  • Svörun neyðarsíma utan skrifstofutíma
  • Að fylgjast með vefsíðu Lyfjastofnunar með tilliti til lyfjagátar
  • Þjálfun starfsfólks Vistor í stöðluðum verklagsreglum varðandi öflun upplýsinga um aukaverkanir og tilkynningu þeirra
  • Rýni Læknablaðsins með tilliti til aukaverkana
  • Að senda aukaverkanatilkynningar sem berast Vistor til markaðsleyfishafa og Lyfjastofnunar
  • Þýðingu frumheimilda
  • Að leita eftir frekari upplýsingum um aukaverkanir
  • Varðveislu frumgagna
  • Lyfjagátarfulltrúi er Bryndís Jónsdóttir

Meira