Vistor Lyfjaskráningar | Vistor

Vistor

Lyfjaskráningar

Skráningardeild er sjálfstæð stoðdeild innan Vistor. Deildin annast samskipti við lyfjayfirvöld fyrir hönd umbjóðenda Vistor við öflun íslenskra markaðsleyfa og viðhald þeirra. Í því felst meðal annars alhliða þýðingarþjónusta á þeim textum sem fylgja umsóknum um markaðsleyfi, þ.e. Samantekt á eiginleikum lyfs, fylgiseðill, notkunarleiðbeiningar og áletranir á umbúðir. Skráningardeildin annast einnig eftirlit með kynningarefni markaðsdeilda Vistor.

Einnig eru á ábyrgð skráningardeildar málefni er varða öryggi lyfja sem Vistor er umboðsaðili fyrir s.s. tilkynningar um aukaverkanir, lyfjagát (pharmacovigilance) og kvartanir vegna gallaðra lyfja.

Í skráningardeildinni starfar hópur sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn á sviði heilbrigðis- og raunvísinda, sem hefur áralanga reynslu af vinnu við lyfjaskráningar og þýðingar lyfjatexta.

Skráningardeildin vinnur samkvæmt ströngustu kröfum birgja og yfirvalda. Sem sérfræðingar í lyfjaskráningum er skylda okkar að tryggja að vinnan sé unnin í samræmi við gildandi lög og reglugerðir, samkvæmt innra gæðakerfi deildarinnar og að varðveita og vernda heilsu almennings. Það er skylda okkar að standa ávallt við skuldbindingar, vera traustsins verð, nákvæm og sanngjörn gagnvart öllum hagsmunaaðilum.

Vinsamlegast hafið samband við deildarstjóra skráningardeildar Unni Björgvinsdóttur unnur@vistor.is fyrir frekari upplýsingar.