Vistor Nicorette | Vistor

Vistor

Nicorette

Óttastu að þyngjast þegar reykingum er hætt?

Margir halda að þeir þyngist þegar þeir hætta að reykja. Svo þarf ekki endilega að vera. En fyrir suma er tilhugsunin ein um að þyngjast nóg til þess að þeir haldi áfram að reykja. Því miður – Því í rauninni bæta fyrrum reykingamenn að meðaltali aðeins 3-6 kílóum á sig og frá heilbrigðissjónarmiði er það æskilegra miðað við áhættuna af því að reykja. Einungis tæplega 10-15% bæta á sig meira en 13 kílóum en í langflestum tilfellum hefur það að hætta að reykja einungis í för með sér að menn hverfa aftur til sinnar eðlilegu líkamsþyngdar. Nikótín hraðar nefnilega efnaskiptum líkamans og hefur því gjarnan leitt af sér þyngdartap á því tímabili sem reykt var.

 

Margir þyngjast meira af því að:

Efnaskiptin verða eðlileg á ný því að líkaminn fær ekki lengur daglegan nikótínskammt, en nikótín eykur brennsluna.

Bragð- og lyktarskyn eykst og því freistast fólk oft til að bæta aðeins við matarskammtinn.

Fólk saknar athafnarinnar kringum reykingarnar og vill gjarnan hugga sig með einhverju öðru.

 

Hafðu taumhald á þyngdinni með hjálp Nicorette

Nicorette nikótíntyggigúmmí, slær ekki eingöngu á nikótínlöngunina, heldur sýna rannsóknir að notkun nikótíntyggigúmmís í ráðlögðum skömmtum, getur hjálpað til við að vinna gegn þyngdaraukningu hjá konum í kjölfar þess að reykingum er hætt.