Vistor Hill´s | Vistor

Vistor

Hill´s

 

Heimasíða Hill’s – smellið HÉR

Upphaf Hill’s má rekja aftur til ársins 1943 þegar bandaríski dýralæknirinn Dr. Mark Morris  útbjó sérfóður handa leiðsöguhundinum Buddy sem þjáðist af nýrnasjúkdómi. Þetta gerði Buddy kleyft að starfa áfram í mörg ár þar sem tvíeykið, Buddy og hans blindi eigandi ferðuðust mikið til að kynna mikilvægi leiðsöguhunda.  Dr Mark Morris hafði sérstakan áhuga á næringafræðilegri stýringu sjúkdóma í gæludýrum fremur en inngripi með uppskurðum og löngum lyfjameðferðum. Árið 1948  hófst formlega samstarf Dr. Mark Morris og Burton Hill’s um framleiðslu sérfæðis handa gæludýrum sem var upphafið að Hill’s Pet Nutrition; fyrirtæki sem svo sannarlega hefur í tímanna rás verið trútt sannfæringu sinna frumkvöðla.

Frá þessum tíma hefur Hill’s Pet Nutrition fyrirtækið verið í fararbroddi í rannsóknum á fóðri fyrir hunda og ketti, fyrst með áherslu á sérhannað sjúkrafóður (Prescription Diet), síðar heilfóður (Science Plan og Nature´s Best) auk þess sem sértækar fóðurtegundir (Oral Care, Indoor Cat, Sensitive Skin o.s.frv.) hafa komið fram til að mæta óskum gæludýraeigenda.

Það efast enginn sem nota Hill’s gæludýrafóður um mikilvægi hágæða fóðurs sem lykilforsendu að heilsusamlegu lífi. Í markmiðssetningu Hill’s segir einmitt að unnið skuli að því að bæta og lengja sem kostur er það sérstaka samband sem ríkir á milli gæludýra og  eigenda. Gríðarleg rannsóknavinna dýralækna, fóðurfræðinga og annars starfsfólks Hill’s tryggir okkur besta fáanlega gæludýrafóðrið á hverjum tíma. Endurbættar uppskriftir sem taka mið af nýjustu rannsóknaniðurstöðum auk metnaðarfullrar þróunarvinnu bera metnaði Hill’s vitni í því að uppfylla sín markmið.

Samstarf við dýralækna um allan heim hvort heldur sem samstarfsaðila að rannsóknum eða sem söluaðilum Hill’s tryggir gæludýraeigendum faglega ráðgjöf sem og aðgengi þeirra að því Hill’s fóðri sem hentar þeirra gæludýri hvort sem um er að ræða heilfóður eða sjúkrafóður.

Innflutningur og dreifing Hill´s fóðursins hérlendis hefur verið hjá Vistor hf um áratugaskeið. Vistor hf er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við framleiðendur og kaupendur lyfja. Fyrirtækið lætur sig heilbrigði varða, ekki einungis manna heldur einnig dýra.

Hafðu samband

$employee['employee_name'] : $employee['position']

Margrét Dögg Halldórsdóttir

Nafn Framleiðandi SmPC Starfsmaður
Hill'sHill´sMargrét Dögg Halldórsdóttir
Margrét Dögg Halldórsdóttir
Loka

Deild: Dýraheilbrigði

Staða: Viðskiptastjóri

Sími: 5357059

GSM:

Netfang: margret(hja)vistor.is