Vistor

Vistor meðal Framúrskarandi fyrirtækja 7. árið í röð

Sjöunda árið í röð kemst Vistor á lista Framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo, en þetta er í sjöunda sinn sem viðurkenningin er veitt og hefur Vistor því hlotið hana í öll skiptin. Af rúmlega 35.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá á Íslandi eru aðeins 628 sem uppfylla hin ströngu skilyrði Creditinfo, eða 1,7% skráðra fyrirtækja á Íslandi.

Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo.

Skilyrðin eru:

  • Hafa skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár
  • Líkur á alvarlegum vanskilum fyrirtækisins séu minni en 0,5%
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) hafi verið jákvæður þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira þrjú ár í röð
  • Framkvæmdastjóri sé skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið sé virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo