
Lausasölulyf, heilsuvörur o.fl.
Vistor annast sölu og markaðssetningu á ýmsum lausasölulyfjum, jurtalyfjum, fæðubótarefnum, heilsuvörum o.fl.
Vöruflokkar
Stærstu birgjar deildarinnar eru McNeil Denmark Aps og McNeil Sweden AB sem bæði eru í eigu Johnson & Johnson og rekin undir merkjum Johnson & Johnson Consumer Nordic, dótturfyrirtækis J&J á Norðurlöndunum.
Nikótínlyfið Nicorette er stærsta einstaka vörumerki deildarinnar og er það jafnframt eitt stærsta lyfið á lausasölulyfjamarkaði hér á landi. Meðal annarra lausasölulyfja deildarinnar má nefna Livostin ofnæmislyf, hægðalyfið Microlax, Imodium við niðurgangi, sveppalyfið Daktacort , sem og Imogaze við uppþembu og lofti í maga.
Meðal heilsuvara deildarinnar má nefna, Listerine munnskol, Benecta og ColdZyme.
Aðrir birgjar deildarinnar eru m.a. Abigo, Avia Pharma, Ferring, Lýsi, Midsona, Perrigo og íslensku líftæknifyrirtækin Genís ehf. og Zymetech.