Lýsi

LÝSI er nútímalegt fyrirtæki með langa og merka sögu. Það var stofnað árið 1938 af bræðrunum Tryggva og Þórði Ólafssonum og byggir fyrirtækið því á gríðarmikilli þekkingu sem safnast hefur í áranna rás. LÝSI er leiðandi á heimsvísu á sviði rannsókna, vöruþróunar, framleiðslu og sölu á fiskiolíum.

 

Meginmarkmið LÝSIS að vera framúrskarandi og traustur framleiðandi afurða sem bæta heilsu og auka lífsgæði fólks.

GÆÐI ÖÐRU FREMUR

Starfsemi LÝSIS hefur frá upphafi byggst á framleiðslu þorskalýsis. Fyrirtækið hefur fylgt þróuninni í mjög langan tíma, alveg frá því að allra augu fóru að beinast að ríku vítamíninnihaldi lýsis, fram að því þegar heilsugildi ómega-3 fitusýra var uppgötvað, og áfram inn í nútímann.

ÁHERSLA Á RANNSÓKNIR OG ÞRÓUN

Til að tryggja að afurðirnar séu eins góðar og mögulegt er leggur LÝSI ofurkapp á rannsóknarstarfið og hefur staðið fyrir viðamiklum rannsóknum á hinum ýmsu eiginleikum afurðanna og hráefnisins. Öflugt gæðakerfi, sem nýtur stuðnings gæðaeftirlits og rannsóknarstofu verksmiðjunnar, leggur grunninn að framleiðslu vara í hæsta gæðaflokki.

Undanfarna áratugi hefur salan aukist hratt og rannsóknir og þróun verið öflugri en nokkru sinni áður. 2005 og 2012 voru nýjar verksmiðjur teknar í notkun, búnar fullkomnustu tækjum sem völ er á. Sölu- og markaðsstarf LÝSIS hefur borið góðan árangur sem meðal annars sýnir sig í því að árið 2007 fékk LÝSI Útflutningsverðlaun forseta Íslands.

 

Hafðu samband

Jódís Brynjarsdóttir

Viðskiptastjóri Klasi 3

Sigrún Helga Sveinsdóttir

Markaðsstjóri Klasi 3