Zymetech

Zymetech er íslenskt líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknum, hreinsun og nýtingu ensíma sem unnin eru úr íslenskum þorski. Zymetech er leiðandi í heiminum í notkun sjávarensíma við heilsutengdum vandamálum.

Zymetech ehf. var stofnað árið 1999 af Dr. Jóni Braga Bjarnasyni og Dr. Ágústu Guðmundsdóttur, sem þá voru prófessorar við Háskóla Íslands.  Með rannsóknum sínum höfðu Jón og Ágústa öðlast djúpan skilning á virkni þorskensíma. Zymetech hefur síðan þá þróað húð- og heilsuvörur ásamt og lækningavörum sem innihalda þorskensím í gegnum Penzyme® tækni fyrirtækisins. Zymetech dregur út og hreinsar ensímin úr þeim hluta þorskslógs sem annars er að jafna hent.

Grunn- og klínískar rannsóknir á vegum Zymetech hafa sýnt fram á virkni Penzyme gegn ýmsum húðkvillum, við sáragræðslu og gegn bakteríu- og veirusýkingum (Guðmundsdóttir A., Hilmarsson H., Stefánsson B, 2013). Notkun Zymetech á þorskensímum í meðferðartilgangi er einkaleyfisvarin.

Zymetech er að fullu í eigu Enzymatica AB in Sweden.

https://www.enzymatica.se/en/

Hafðu samband

Þórhildur Edda Ólafsdóttir

Viðskiptastjóri Klasi 3

Sigrún Helga Sveinsdóttir

Markaðsstjóri Klasi 3