Vistor Benecta | Vistor
Vistor

Benecta

Product Description

Benecta – íslenskt hugvit

Benecta er fæðubótarefni sem er framleitt af íslenska líftæknifyrirtækinu Genís á Siglufirði. Að baki vörunni liggur mikil þróunarvinna og 10 ára rannsóknir sem byggja á sérhæfðri þekkingu tengdri framleiðslu á lyfjum og fæðubótarefnum unnum úr rækjuskel. Þróun Benecta hefur staðið yfir undanfarinn áratug í samstarfi við íslenska og erlenda vísindamenn.

Benecta inniheldur stuttar kítósankeðjur unnar úr rækjuskel. Reynslan hefur sýnt að 2 hylki á dag geta hjálpað til við að draga úr mörgum aldurstengdum einkennum, svo sem stífni, verkjum og sinnuleysi.

Hvort sem fólk stundar hjólreiðar eða golf, þríþraut eða sund, viðrar hundinn sinn, stundar skíði eða ræktar garðinn sinn, þá getur Benecta hjálpað til við að styrkja líkamann þegar árin færast yfir svo hægt sé að lifa virku lífi án tillits til aldurs.

Skammtar: 2 hylki á dag. Mælt er með því að taka Benecta á fastandi maga. Ekki skal taka meira en ráðlagðan dagsskammt (2 hylki).

Benecta er ætlað fullorðnum, 18 ára og eldri.

Benecta er ekki ætlað þunguðum konum eða einstaklingum með skelfiskofnæmi.

Innihald: Kítófásykrur (úr rækjuskel) í gelatínhylkjum.

Dagsskammtur: 2 hylki á dag fyrir 18 ára og eldri.

Hvert hylki inniheldur 300 mg af kítínfásykrum sem unnar eru úr rækjuskel.

Engin aukaefni eru í Benecta.

60 hylki í glasi.

Benecta fæst í apótekum og í Heilsuhúsinu.