Vistor Fríar fitusýrur & þorskalýsi | Vistor

Vistor

Fríar fitusýrur & þorskalýsi

Product Description

Nýtt frá Lýsi!

Fríar fitusýrur (e. free fatty acids (FFA)) eru m.a. unnar úr fiskiolíum og hafa verið mikið rannsakaðar á Íslandi og í USA. Niðurstöður þessara rannsókna sýna að fríar fitusýrur eyðileggja hjúpaðar veirur auk ýmissa baktería. Hjúpaðar veirur eru t.d. Herpes, RS og Kórónaveirur. Þegar þessar veirur komast í öndunarfæri berast þær um munn eða nef og taka sér síðan bólstað í slímhúð koksins.

 

Lýsi hefur framleitt lausn með 2% af fríum fitusýrum í þorskalýsi og spratt hugmyndin að vörunni upp frá þessum rannsóknum sem gefa vísbendingar um virkni. Fríar fitusýrur í lýsi sem skolast um slímhúðina gætu þannig eyðilagt veirur og dregið úr hættu á að veirusmit nái frekari festu, veirur fjölgi sér og dreifist um líkamann.

 

Fríar fitusýrur gætu verið gagnlegar á þrennan hátt:

  1. Fyrirbyggjandi, með því að draga úr hættu á bólfestu smits. Minni hætta sé á því að veiran haldist óskemmd og dafni, ef fríar fitusýrur eru til staðar á slímhúðinni.
  2. Draga úr smiti.  Fríar fitusýrur gætu dregið úr möguleikum veiru á að fjölga sér og dreifast um slímhúð koksins.
  3. Draga úr smithættu á milli fólks.   Fríar fitusýrur gætu dregið úr fjölda veira í slímhúð sem berst milli manna með hráka, hósta eða hnerra.

Leiðbeiningar um notkun:

  • 5 ml 2-4 sinnum á dag skolist um slímhúð koks og munns sem lengst. Til að ná bestum árangri skal hvorki borða né skola munn í 10-15 mín á eftir.
  • Varan er einungis ætluð fullorðnum.

Fríar fitusýrur má nota með hefðbundnu þorskalýsi