Vistor

Harpatinum

Product Description

Harpatinum er jurtalyf sem inniheldur útdrátt úr djöflaklóarrót sem er vel þekkt lækningajurt og er hún skráð í fjölda lyfjaskráa. Rannsóknir sýna að jurtin er áhrifarík meðferð m.a. við verkjum tengdum slitgigt. Einnig inniheldur jurtaútdrátturinn svokallaða bitrunga sem lina meltingaróþægindi á borð við uppþembu, vindgang og tímabundið lystarleysi.

Harpatinum er viðurkennt af Lyfjastofnun sem jurtalyf sem hefð er fyrir. Lyfið þolist almennt vel og hefur einungis fáar þekktar aukaverkanir og þá vægar. Jurtalyfið er í formi mjúkra hylkja sem eru af þeirri stærð og lögun að auðvelt er að gleypa þau.

Harpatinum er lausasölulyf og fæst án lyfseðils í flestum apótekum.

Harpatinum er staðlað með tilliti til virkra efna, sem tryggir að neytandinn fær alltaf réttan skammt af jurtalyfinu sem er mjög mikilvægur þáttur þess að tryggja bæði verkun og öryggi jurtalyfsins.