Vistor Invisi forðaplástur | Vistor
Vistor

Invisi forðaplástur

Nicorette® Invisi forðaplástur er eitt einfaldasta lyfjaformið sem þú getur notað til þess að hætta að reykja. Plásturinn sér til þess að þú fáir nægjanlegt magn nikótíns án fyrirhafnar. Hann er hálfgegnsær og sést því lítið á húðinni.

Invisi forðaplásturinn er þróaður með dægurmynstur reykingamannsins í huga þar sem reykt er á daginn en ekki á nóttunni. Plásturinn skal hafa á húðinni í þá 16 tíma sem þú ert vakandi en taka hann af áður en lagst er til svefns. Invisi forðaplásturinn er undirstaða í samsettu meðferðinni. Hafir þú áhyggjur af mikilli reyklöngun á morgnana getur þú e.t.v. fengið þér 2 mg nikótínlyfjatyggigúmmí eða eitthvert annað Nicorette® lyfjaform með plástrinum.

Fylgiseðill

Product Description

Pakkningar

  • Nicorette® 25 mg Invisi forðaplástur er fáanlegur í 7 stk. og 14 stk. pakkningum.
  • Nicorette®  15 mg Invisi  forðaplástur er fáanlegur í  7 stk. og 14 stk. pakkningum.
  • Nicorette® 10 mg Invisi forðaplástur er fáanlegur í  14 stk. pakkningum.

Samsett meðferð

Öll lyfjaformin hafa sína eiginleika, sem tryggir þér rétt magn af nikótíni á réttum tíma. Það getur verið kostur að nota tvö lyfjaform í einu og nýta sér þannig eiginleika beggja lyfjaforma.

Hafir þú áður reynt að verða reyklaus með einu lyfjaformi eða fundið fyrir fráhvarfseinkennum þegar þú hefur notað eitt lyfjaform þá gæti samsett meðferð hentað þér til að auka líkur á að halda reykleysi. Ef takast á að halda reykleysi er mjög mikilvægt að þú fáir nóg nikótín til að draga úr reykingalönguninni. Þú getur notað Invisi nikótínplástur sem gefur þér nikótín í jöfnum skömmtum yfir daginn.

Til viðbótar getur þú notað annað lyfjaform þegar löngunin verður sterkari og þér finnst eitt lyfjaform ekki duga, eins og þegar þú ert stressaður, eftir matinn eða í aðstæðum þar sem reykingar hafa spilað stórt hlutverk í þínu lífi.

Þú getur notað nikótínplásturinn með einhverju öðru lyfjaformi sem þú heldur að hjálpi þér best. Ef þú vilt lyfjaform sem sést lítið og virkar hratt gætir þú viljað nota munnsogstöflur. Munnsogstöflur fást í handhægum pakkningum sem gott er að hafa í vasa og eru með fersku mintubragði.

Hefur þú sérstaklega mikla reyklöngun á morgnana þegar þú vaknar? Þá getur Nicorette QuickMist hjálpað þér að draga úr reyklönguninni hratt og örugglega. Ef þú átt mjög erfitt með að vera ekki með sígarettuna í höndunum þá getur hentað þér að nota Nicorette innsogslyf. Saknir þú þess að hafa eitthvað í munninum getur þú valið nikótínlyfjatyggigúmmí og kjósir þú helst lausn sem sést ekki, getur þú valið að nota Microtabs tungurótartöflur.

Það eru 34% meiri líkur á að þér takist að hætta að reykja með samsettri meðferð.

Nicorette nikótínlyf (innihalda nikótín) eru notuð við tóbaksfíkn. Þau draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og auðvelda reykingamönnum að draga úr eða venja sig af tóbaki. Lyfjatyggigúmmí skal tyggja rólega og láta liggja kyrrt í munninum öðru hverju. Innsogslyfi skal anda að sér í gegnum munnstykkið. Nefúða er úðað í hvora nösina. Forðaplástur er settur á húð. Munnsogstöflur eru látnar leysast upp í munni. Tungurótartöflur eru látnar leysast upp undir tungu. Munnholsúða skal úða í munn. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette og munnholsúðinn og munnsogstöflurnar eru ekki ætlaðar yngri en 18 ára. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is