Vistor

Locobase

Product Description

Locobase krem

Print

Locobase FEDTCREME – Inniheldur 70% fitu. Engin ilm- eða litarefni. Locobase Fedtcreme er feitt krem sem hentar allri fjölskyldunni og það má nota á allan líkamann, einnig hendur, fætur og andlit. Locobase er mjög gott að nota á þurra húð, exem eða fyrir þá sem vinna störf þar sem mikið áreiti er á húðina eins og í bleytu, hreinsiefnum og kulda. Locobase Fedtcreme er borið á húðina eftir þörfum.

Locobase REPAIR – Inniheldur 63% fitur. Engin ilm- eða litarefni. Locobase Repair er sérstaklega þróað fyrir mjög þurra húð og exem. Locobase Repair hraðar eigin viðgerðarferli húðarinnar. Er einnig sérstaklega gott kuldakrem. Locobase Repair er notað 1-2svar á dag eða eftir þörfum.

Locobase LPL – Inniheldur 49% fitur, 20% própýlenglýkól og 5% mjólkursýru. Engin ilm- eða litarefni. Locobase LPL leysir upp og fjarlægir þykkt, hart hreisturlag og er sérstaklega þróað til að nota á þykka, hreistraða og harða húð. Locobase LPL á aðeins að bera á þau svæði sem þarfnast meðferðar, ekki á heilbrigða húð. Locobase LPL má ekki nota á andlit, eyrnagöng eða í sól nema húð sé varin með sólarvörn með háum verndarstuðli. Locobase LPL er borið á harða húð 1-2svar á dag, þar til hreistrið eða harða húðin er horfin. Eftir það skal nota Locobase LPL eftir þörfum.

Dönsku og sænsku Astma- og ofnæmissamtökin mæla með Locobase.

Locobase baekl

Smellið á mynd til að lesa bækling