Vistor Minifom | Vistor

Vistor

Minifom

Product Description

Minifom 100 mg/ml dropar til inntöku, fleyti

Innihaldsefni: Antifoam M 100 mg (dimeticon 1000 94 mg, vatnsfrí kísilkvoða 6 mg)

Við hverju er Minifom notað?

Minifom er notað við ungbarnakveisu vegna uppsöfnuna lofts í maga og þörmum. Miniform dregur úr einkennum ungbarnakveisu með því að draga úr yfirborðsspennu sem veldur því að froðan brotnar niður og loftbólurnar hverfa. Minifom virkar beint á loftið í þörmunum og er ekki tekið upp í líkamanum. Full verkun lyfsins næst ekki fyrr en eftir nokkurra daga meðferð.

Minifom er einnig notað við undirbúning magaspeglunar (rannsókn á maganum með sérstökum speglunartækjum) og sem hjálparefni við röntgenrannsóknir þegar notuð eru skuggaefni (sérstök röntgenrannsókn) á maga og ristli.

Hvernig er Minifom notað?

Við ungbarnakveisu: 10 dropar gefnir með skeið fyrir hverja máltíð. Halda má meðferð áfram eins lengi og einkenni ungbarnakveisu eru til staðar. Komi engin verkun fram innan 2-3 daga skal hafa samband við lækni.

Meðganga og brjóstagjöf

Lyfið frásogast ekki og má nota á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur.