Vistor Nicorette lyfjatyggigúmmí | Vistor

Vistor

Nicorette lyfjatyggigúmmí

Haltu munninum uppteknum án þess að reykja

Þú getur notað Nicorette nikótínlyfjatyggigúmmí til meðferðar við tóbaksfíkn. Það dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Nicorette® nikótínlyfjatyggigúmmí fæst í  þremur bragðtegundum sem eru stökk að utan en mjúk að innan,  þú getur einnig valið „classic“ sem er stífara og fær þig til að tyggja hægt og rétt.

Fylgiseðill

Product Description

Nicorette® nikótínlyfjatyggigúmmí er fyrsta nikótínlyfið sem var þróað og er ennþá vinsælasta lyfjaformið. Það inniheldur nákvæma skammta af nikótíni sem slá á reykingalöngun og samtímis finnur þú gott bragð og heldur munninum uppteknum án þess að reykja.

Taktu prófið

Nicorette® nikótínlyfjatyggigúmmí fæst í tveimur styrkleikum 2 mg og 4 mg og fæst í 30 stk., 105 stk. og 210 stk. pakkningum. Þú getur fundið réttan styrkleika fyrir þig með því að nota Fagerström prófið.

Prófið

Rétt leið til að tyggja

Notaðu „tyggja – hvíla – tyggja“ aðferðina:

  1. Tyggðu mjög hægt þar til bragðið verður sterkt – ekki eins og venjulegt tyggigúmmi. Ef þú tyggur of hratt getur þú fengið hiksta og óþægindi í hálsinn.
  2. Láttu nikótínlyfjatyggigúmmíið hvíla í kinninni þar til bragðið dofnar. Þannig frásogast nikótínið í gegnum slímhúðina í munninum.
  3. Endutaktu skref 1 og 2 í hálftíma en þá hefur allt nikótín verið tuggið úr tyggigúmmíinu.

Nicorette bragðtegundir

Fruitmint | Mjúkt

2mg og 4mg

Fylgiseðill

Freshmint | Mjúkt

2mg og 4mg

Fylgiseðill

Whitemint | Mjúkt

2mg

Fylgiseðill

Classic | Hart

4mg

Fylgiseðill

Hægt er að nota Nicorette lyfjatyggigúmmí í samsettri meðferð.

Nicorette nikótínlyf (innihalda nikótín) eru notuð við tóbaksfíkn. Þau draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og auðvelda reykingamönnum að draga úr eða venja sig af tóbaki. Lyfjatyggigúmmí skal tyggja rólega og láta liggja kyrrt í munninum öðru hverju. Innsogslyfi skal anda að sér í gegnum munnstykkið. Nefúða er úðað í hvora nösina. Forðaplástur er settur á húð. Munnsogstöflur eru látnar leysast upp í munni. Tungurótartöflur eru látnar leysast upp undir tungu. Munnholsúða skal úða í munn. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette og munnholsúðinn og munnsogstöflurnar eru ekki ætlaðar yngri en 18 ára. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is