Vistor Nutramigen | Vistor
Vistor

Nutramigen

Product Description

Nutramigen LIPIL 1 og 2 er ungbarnastoðblanda til meðhöndlunar á kúamjólkurpróteinofnæmi.

Nutramigen

Próteinin í Nutramigen LIPIL koma úr kúamjólk en eru brotin niður (með vatnsrofi) í litlar einingar, svo smáar að þau þolast vel af flestum börnum sem eru með kúamjólkurpróteinofnæmi.

Nutramigen LIPIL 1 hentar börnum frá fæðingu til 6 mánaða aldurs og Nutramigen LIPIL 2 er sérsniðið að næringarþörfum barna frá 6 mánaða aldri. Nutramigen LIPIL 2 inniheldur meira af kalki og öðrum næringarefnum til að mæta þörfum barna sem eru að byrja að borða fasta fæðu og til að nota með fjölbreyttu mataræði.