Vistor PENZIM | Vistor

Vistor

PENZIM

Product Description

 

PENZIM® er húðáburður sem fæst sem gel- eða lotion. PENZIM er fjölvirk heilsuvara sem örvar endurnýjun húðarinnar og hefur sefandi áhrif á ertingu vegna þurrks, útbrota, flugnabita, sólbruna ofl.

PENZIM® hefur verið á markaði á Íslandi frá árinu 1999. Fjölmargir notendur vörunnar hafa lýst græðandi áhrifum hennar og hvernig hún vinnur gegn myndun öra eftir sár.

  • PENZIM er rakagefandi og hentar á þurra húð.
  • PENZIM hentar sérlega vel á viðkvæma húð, t.d. eftir rakstur og á bleyjubruna.
  • PENZIM hentar á allar húðtegundir og er fyrir fólk á öllum aldri.
  • PENZIM er einkaleyfisvarin íslensk uppfinning sem byggir á áratuga rannsóknarstarfi.
  • PENZIM inniheldur náttúruleg sjávarensím og engin rotvarnar- eða ilmefni.

 

Notkun:

Mælt er með notkun PENZIM® 2-3 sinnum á dag.

Innihald:

PENZIM® Gel: Glýseról, vatn, sorbitól, trypsín (Penzyme®), alkóhól, carbomer, trómetamól, ediksýra og kalsíumklóríð.

PENZIM® Lotion: Glýseról, vatn, trypsín (Penzyme®), alkóhól, kalsíumklóríð, trómetamól og ediksýra.

Zymetech ehf. er íslenskt líftæknifyrirtæki og leiðandi í rannsóknum, hreinsun og nýtingu ensíma sem unnin eru úr Atlantshafsþorski. Zymetech er í eigu Enzymatica AB í Svíþjóð.