Vistor

PetAg Pet Lac dósamjólk kettir

Product Description

Næringarrík og vandlega samsett dósamjólk fyrir munaðarlaus eða veikburða dýr, sem þarfnast sérstakrar umönnunar eða viðbótarnæringar.

PetAg er bandarískt fyrirtæki sem hefur í 70 ár þróað og framleitt vörur til næringar og umhirðu dýra. PetAg framleiðir vörur fyrir smádýr en sérhæfir sig einnig í framleiðslu á næringu fyrir stærri húsdýr og villt dýr sem mörg hver eru í útrýmingarhættu. Þar á meðal KMR/Esbilac dósamjólk og þurrmjólk, og KMR/Esbilac grauta. Einnig er boðið upp á pela og ýmsa fylgihluti sem nýtast vel við umhirðu nýfæddra og veikburða dýra.

PetAg býður einnig upp á Mirra-Coat fæðubótarefni fyrir feld hunda og katta og einnig þurrmjólk, bætiefni, orkubita og Mirra-Coat fæðubótarefni fyrir hesta.