Vistor

PreCold®

Product Description

PreCold®

PreCold  PreCold teikning

Hvað er PreCold?

PreCold er munnúði sem notaður er gegn kvefi, til að draga úr einkennum kvefs og til að stytta tíma kvefeinkenna. PreCold dregur úr líkum á kvefi og styttir tíma kvefeinkenna ef það er notað frá upphafi einkenna.

Hvernig virkar PreCold munnúðinn?

PreCold er úðað í kokið þar sem það myndar þunna filmu sem verndar slímhúð koksins gegn veirum úr loftinu. Filman inniheldur virk náttúruleg sjávarensím sem hamla getu veiranna til að bindast við slímhúðina í kokinu og filman dregur þannig úr möguleika veiranna á að valda veikindum. Þannig minnkar PreCold líkurnar á að smitast af kvefi og styttir tíma veikindanna ef það er notað frá upphafi kvefeinkenna.

Hvernig á að nota PreCold?

Beinið stútnum að kokinu og úðið tvisvar.

Við kvefeinkennum: Notið PreCold á 2-3 tíma fresti, u.þ.b. sex sinnum á dag. Notist meðan kveftímabilið stendur yfir. Hafið samband við lækni ef kvefeinkenni vara lengur en 10 daga.

Fyrirbyggjandi við kvefi: Notið tvo úðaskammta þrisvar sinnum á dag, þó ekki lengur en 30 daga í senn.

Haldið meðferð áfram þar til einkenni eru horfin.