TILKYNNINGAR

Nú stendur yfir þjónusturannsókn sem rannsóknarfyrirtækið Prósent sér um fyrir hönd Vistor. Markmið rannsóknarinnar er að kanna úrræði og meðferð skjólstæðinga sem eru með sykursýki og einstaklinga sem lifa með ofþyngd eða offitu. Rannsóknin er unnin fyrir Novo Nordisk sem er birgi hjá Vistor. Ef þú hefur einhverjar spurningar um könnunina er þér velkomið að hafa samband við Prósent með ...
MeiraLYFJAGÁT
Telji einstaklingur sig fá aukaverkun af lyfi er honum ráðlagt að hafa samband við viðkomandi lækni til að tilkynna um aukaverkunina og til að læknirinn geti metið hvort breyta þurfi meðferð m.t.t. aukaverkunarinnar. Einnig má tilkynna aukaverkunina til Lyfjastofnunar eða til lyfjafræðings í apóteki. Fyrir þau lyf sem Vistor er umboðsaðili fyrir má einnig tilkynna um aukaverkanir beint til Vistor, á póstfangið safety@vistor.is eða í síma 535-7000. Eftir lokun skiptiborðs skal hafa samband við öryggisþjónustufyrirtæki okkar í síma 535-7035, vegna fyrirspurna um notkun lyfja eða annara vara frá Vistor, tilkynninga um aukaverkanir eða innkallana sem ekki geta beðið þar til skrifstofa opnar á ný.