Janssen

Janssen er lyfjafyrirtæki í eigu Johnson & Johnson, sem er ein stærsta fyrirtækjasamsteypa í heimi á sviði heilbrigðisvara. J&J fyrirtækið á rætur að rekja aftur til ársins 1886 þegar Robert Wood Johnson og tveir bræður hans hófu framleiðslu á sótthreinsuðum sáraumbúðum. Fyrirtækið dafnaði skjótt og árið 1919 var fyrsta J&J fyrirtækið utan Bandaríkjanna stofnað í Kanada. Árið 1921 var þekktasta og mest selda vara fyrirtækisins markaðssett en það er hinn frægi BAND-AID plástur. Fleiri vörutegundir fylgdu svo í kjölfarið eins og t.d. Johnson’s barnapúður og krem.

Fyrsta lyfjafyrirtækið í eigu J&J var Ortho stofnað á fjórða áratug 20.aldar og haslaði sér völl á sviði getnaðarvarna. McNeil Laboratories, þekktast fyrir verkjalyfið TYLENOL var stofnað 1955. Nú eru yfir 250 fyrirtæki innan vébanda Johnson & Johnson í 57 löndum og vörur þess seljast um allan heim. Starfsmenn eru yfir hundrað og tuttugu þúsund að tölu.

Í meira en 60 ár hefur J&J haft að leiðarljósi fyrir fyrirtækið og starfsmenn sína einkunnarorð Roberts W Johnsons, þar sem hann tilgreinir ábyrgð fyrirtækisins á eftirfarandi hátt: 1. Við viðskiptavininn 2. Við starfsmanninn 3. Við samfélagið 4. Við hluthafana Á þeim tíma þegar einkunnarorðin voru sett fram þóttu þau framúrstefnuleg. Að setja viðskiptavininn í fyrsta sæti og hluthafana í síðasta sæti þóttu tíðindi. En Wood taldi að með því að setja viðskiptavininn í fyrsta sæti myndi öllum verða vel þjónað og það gekk eftir.

Árið 1959 keypti J&J svissneska lyfjafyrirtækið Cilag og tveimur árum síðar keyptu þeir belgíska lyfjafyrirtækið Janssen. Þessi tvö fyrirtæki sameinuðust árið 1994 í Janssen-Cilag og er það fyrirtæki mjög öflugt í Evrópu. Í byrjun árs 2011 var nafni fyrirtækisins breytt í Janssen. Höfuðstöðvar þess eru í Belgíu, en höfuðstöðvar Janssen á Norðurlöndunum eru í Svíþjóð.

Janssen hefur ávallt verið í fararbroddi í flokki tauga- og geðlyfja, má þar telja lyf á sviði ofvirkni og athyglisbrests, geðklofa og flogaveiki. Á undanförnum árum hafa verið að bætast við sérhæfðari lyf t.d. á sviði smitsjúkdóma, blóðsjúkdóma og krabbameina.

Styrkir Janssen:

  • 2016:
  • CCU samtökin – styrkur vegnar gerðar fræðslumyndar um Crohn’s og Colitis Ulcerosa
  • Geðlæknafélag Íslands – styrkur vegna VI. Vísindaþings Geðlæknafélags Íslands
  • 2015:
  • Landspítali háskólasjúkrahús; framvirk gæðaskráning á meðferð þvagfærakrabbameina.

Hafðu samband

Sólveig Björk Einarsdóttir

Sólveig Björk Einarsdóttir

Markaðsstjóri Klasi 2
Þyri Emma Þorsteinsdóttir

Þyri Emma Þorsteinsdóttir

Markaðsstjóri Janssen
Birna Vigdís Sigurðardóttir

Birna Vigdís Sigurðardóttir

Viðskiptastjóri Janssen
Sigríður Ásta Friðriksdóttir

Sigríður Ásta Friðriksdóttir

Viðskiptastjóri Janssen
Atli Sæmundsson

Atli Sæmundsson

Viðskiptastjóri Janssen

Lyfjalisti

Lyfjaheiti
Framleiðandi / birgi
Tengiliður
Skoða í vefverslun Distica
SmPC

Lyfjaheiti

Risperdal Consta

Framleiðandi / birgi

Janssen

Skoða í vefverslun Distica

SmPC

No results