Lyfseðilsskyld lyf

Vistor kappkostar að vera sveigjanlegt í óskum umbjóðenda sinna og breytir ört til í samvinnu við þá.

Leiðandi á lyfjamarkaði

Vistor er leiðandi á sviði sölu og markaðssetningar lyfja á Íslandi og leggur megináherslu á sveigjanleika, hreinskiptni og trausta samvinnu við umbjóðendur sína.

Megináherslur

  • Sala og markaðssetning lyfja
  • Fagleg ráðgjöf og upplýsingar
  • Samvinna við lækna og heilbrigðisstarfsfólk
  • Útgáfa fræðsluefnis

Lyfjaumboð

Innan Vistor er fjöldi lyfjaumboða sem ýmist skiptast niður á klasa eða eru starfandi í sjálfstæðum deildum. Klasarnir eru átta talsins, þar sem fleiri en eitt lyfjaumboð koma saman og tryggir Vistor að engir hagsmunaárekstrar séu á milli lyfjaumboða innan klasanna. Allar deildir Vistor njóta aðstoðar stoðdeilda Veritas, móðurfélags Vistor.

Megináhersla í starfsemi lyfjaumboðsdeildanna er markaðssetning, birgðastýring, útgáfa fræðsluefnis ásamt fræðslu um lyf og lyfjanotkun við sjúkdómum á öllum lækningasviðum. Einnig taka lyfjaumboðsdeildirnar virkan þátt í fræðslufundum fyrir heilbrigðisstarfsfólk, ráðstefnum, námsferðum og fleiru. Vistor leggur mikla áherslu á samvinnu við heilbrigðisstarfsfólk og veitir viðskiptavinum sínum faglega ráðgjöf.

Innan Vistor starfar deild Klínískra rannsókna þar sem nokkur lyfjafyrirtæki standa fyrir þátttöku íslenskra lækna í klínískum lyfjarannsóknum. Fyrirtækin njóta þjónustu deildarinnar við framkvæmd og eftirlit rannsóknanna.

Lyfjagát

Telji einstaklingur sig fá aukaverkun af lyfi er honum ráðlagt að hafa samband við viðkomandi lækni til að tilkynna um aukaverkunina og til að læknirinn geti metið hvort breyta þurfi meðferð m.t.t. aukaverkunarinnar.

Einnig má tilkynna aukaverkunina til Lyfjastofnunar eða til lyfjafræðings í apóteki. Fyrir þau lyf sem Vistor er umboðsaðili fyrir má einnig tilkynna um aukaverkanir beint til Vistor, á póstfangið safety@vistor.is eða í síma 535-7000.

Skoða nánar

Eftir lokun skiptiborðs skal hafa samband við öryggisþjónustufyrirtæki okkar í síma 535-7035, vegna fyrirspurna um notkun lyfja eða annarra vara frá Vistor, tilkynninga um aukaverkanir eða innkallana sem ekki geta beðið þar til skrifstofa opnar á ný.

Fréttir og tilkynningar