Lyfjagát

Telji einstaklingur sig fá aukaverkun af lyfi er honum ráðlagt að hafa samband við viðkomandi lækni til að tilkynna um aukaverkunina og til að læknirinn geti metið hvort breyta þurfi meðferð m.t.t. aukaverkunarinnar. Einnig má tilkynna aukaverkunina til Lyfjastofnunar eða til lyfjafræðings í apóteki. Fyrir þau lyf sem Vistor er umboðsaðili fyrir má einnig tilkynna um aukaverkanir beint til Vistor, á póstfangið safety@vistor.is eða í síma 535-7000.

Tilkynningar eftir lokun

Eftir lokun skiptiborðs skal hafa samband við öryggisþjónustufyrirtæki okkar í síma 535-7035, vegna fyrirspurna um notkun lyfja eða annarra vara frá Vistor, tilkynninga um aukaverkanir eða innkallana sem ekki geta beðið þar til skrifstofa opnar á ný.

Lyfjagátarfulltrúi ber ábyrgð á:

  • Svörun neyðarsíma utan skrifstofutíma
  • Að fylgjast með vefsíðu Lyfjastofnunar með tilliti til lyfjagátar
  • Þjálfun starfsfólks Vistor í stöðluðum verklagsreglum varðandi öflun upplýsinga um
    aukaverkanir og tilkynningu þeirra
  • Rýni Læknablaðsins með tilliti til aukaverkana
  • Að senda aukaverkanatilkynningar sem berast Vistor til markaðsleyfishafa og
    Lyfjastofnunar
  • Þýðingu frumheimilda
  • Að leita eftir frekari upplýsingum um aukaverkanir
  • Varðveislu frumgagna

Lyfjagátarfulltrúi er Bryndís Jónsdóttir