Lyfjaskráningar

Innan Vistor starfar öflug þjónustudeild með reynslumiklum sérfræðingum í lyfjaskráningum og textaþýðendum.

Sérfræðingar í lyfjaskráningum annast samskipti við lyfjayfirvöld fyrir hönd umbjóðenda Vistor við öflun íslenskra markaðsleyfa og viðhald þeirra. Nánar um þjónustuna hér fyrir neðan.

Þjónusta í boði

  • Ráðgjöf varðandi lyfjaskráningar

  • Þýðingar og yfirlestur þýðinga 

    Frá Norðurlandatungumáli eða ensku yfir á íslensku 

    Frá Íslensku yfir á ensku 

Nánar um þjónustuna

Innan Vistor starfar öflug þjónustudeild með reynslumiklum sérfræðingum í lyfjaskráningum og textaþýðendum. Deildin annast samskipti við lyfjayfirvöld fyrir hönd umbjóðenda Vistor við öflun íslenskra markaðsleyfa og viðhald þeirra. Í því felst meðal annars alhliða þýðingarþjónusta á þeim textum sem fylgja umsóknum um markaðsleyfi, þ.e. samantekt á eiginleikum lyfs, fylgiseðill, notkunarleiðbeiningar og áletranir á umbúðir. Deildin annast einnig eftirlit með kynningarefni markaðsdeilda Vistor fyrir þá viðskiptavini sem þess óska. 

Deildin vinnur samkvæmt ströngustu kröfum birgja og yfirvalda. Sérfræðingum í lyfjaskráningum ber skylda til að vinna í samræmi við gildandi lög og reglugerðir, samkvæmt innra gæðakerfi deildarinnar og að varðveita og vernda heilsu almennings. Það er skylda okkar að standa ávallt við skuldbindingar, vera traustsins verð, nákvæm og sanngjörn gagnvart öllum hagsmunaaðilum.

Vinsamlegast hafið samband við deildarstjóra Brynju Dís Sólmundsdóttir brynjaso@vistor.is  fyrir frekari upplýsingar.

Hafðu samband

Brynja Dís Sólmundsdóttir

Brynja Dís Sólmundsdóttir

Deildarstjóri Skráningardeild