Starfsmenn hlaupa til góðs

Í nokkur ár hefur stór hópur starfsmanna Veritas samstæðunnar hlaupið hinar ýmsu vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Í ár eru það rúmlega 80 manns sem ætla að hlaupa eða ganga og styrkja gott málefni í leiðinni. Parkinsonsamtökin urðu fyrir valinu, en einnig hlaupa nokkrir starfsmenn til styrktar öðrum félögum.

Reykjavíkurmaraþon er frábært hópefli og heilsubót og styður Veritas dyggilega við þátttakendur.