Framleiðandi: Kenvue
Benylan
Benylan inniheldur efni (andhistamín) sem virkar hóstastillandi og dregur úr ofnæmiseinkennum.
Skoða vöru í vefverslun DisticaBenylan mixtúra, lausn 1,4 mg/ml
Benylan mixtúra, lausn 1,4 mg/ml
Benylan mixtúra, lausn 2,8 mg/ml
Benylan mixtúra, lausn 2,8 mg/ml
Benylan mixtúra
Við hverju er Benylan notað?
Benylan inniheldur efni (andhistamín) sem virkar hóstastillandi og dregur úr ofnæmiseinkennum.
Þú getur notað Benylan til meðferðar á hósta, ofnæmi, ofsakláða, frjóofnæmi og ofnæmisbólgum í nefi.
Hvernig á að nota Benylan 1,4 mg/ml mixtúru, lausn?
Fullorðnir: 20 ml 3-5 sinnum á sólarhring.
Börn 6-15 ára: 10 ml mest 3-5 sinnum á sólarhring.
Börn 2-5 ára: 5 ml mest 3-5 sinnum á sólarhring.
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en tveggja ára nema í samráði við lækni.
Meðganga og brjóstagjöf:
Lyfið skal ekki nota á meðgöngu eða meðan á brjóstagjöf stendur nema ávinningur meðferðar fyrir móðurina vegi þyngra en hugsanleg áhætta fyrir fóstrið/nýburann.