Framleiðandi: Kenvue
Imodium
Til meðferðar við einkennum bráðs tilfallandi niðurgangs og langvarandi niðurgangs, þ.m.t. niðurgangur vegna of mikils hraða þarmainnihalds, með eða án hægðaleka, t.d. hjá sjúklingum með dausgarnarrauf, ristilrauf eða sturttæmingu (dumping).
Skoða vöru í vefverslun DisticaImodium 2 mg filmuhúðaðar töflur
Við hverju er Imodium notað?
Til meðferðar við einkennum bráðs tilfallandi niðurgangs og langvarandi niðurgangs, þ.m.t. niðurgangur vegna of mikils hraða þarmainnihalds, með eða án hægðaleka, t.d. hjá sjúklingum með dausgarnarrauf, ristilrauf eða sturttæmingu (dumping).
Hvernig er Imodium notað?
Bráður niðurgangur: Hefja skal meðferðina með 4 mg (2 töflur). Þaðan í frá 2 mg (1 tafla) eftir hverja hægðalosun með niðurgangi. Þó skulu líða 2-3 klst. milli fyrsta og annars skammts. Sólarhringsskammtur á ekki að fara yfir 16 mg (8 töflur).
Langvarandi niðurgangur: Hefja skal meðferðina með 4 mg (2 töflur). Skömmtun er síðan einstaklingsbundin á bilinu 2-16 mg (1-8 töflur) á sólarhring og leitast skal við að gefa minnsta viðhaldsskammt sem mögulegur er. Oft nægir að gefa lyfið 1-2 sinnum á sólarhring. Sólarhringsskammtur á ekki að fara yfir 16 mg (8 töflur).
Börn yngri en 12 ára:
Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um meðferð hjá börnum yngri en 12 ára.
Meðganga:
Klínísk reynsla af notkun á meðgöngu er takmörkuð, vega skal hugsanlegan ávinning meðferðarinnar gegn mögulegri áhættu áður en Imodium er gefið á meðgöngu, sérstaklega á fyrsta þriðjungi hennar.
Brjóstagjöf.
Ekki er mælt með notkun Imodium meðan á brjóstagjöf stendur.
Ráðleggja skal þunguðum konum og konum með barn á brjósti að ráðfæra sig við lækni varðandi hentuga meðferð.
Imodium 2 mg filmuhúðaðar töflur
16 stk og 100 stk pakkningar