Framleiðandi: Kenvue

Nicorette® innsogslyf

SmPC

Lyfjaformið sem er líkast sígarettunni

Skoða vöru í vefverslun Distica

Innsogslyf

Nicorette® innsogslyf inniheldur nikótín í smáum skömmtum – nægjanlegum til að draga úr reyklönguninni. Samtímis uppfyllir það „hönd að munni“ hreyfinguna sem mörgum reykingamönnum finnst erfitt að hætta. Innsogslyfið er það lyfjaform sem er líkast sígarettunni.
Þegar þú sýgur munnstykkið losnar nikótínið og frásogast í gegnum slímhúð munnsins – ekki í gegnum lungun. Þú getur því sogið innsogslyfið með sama hætti og þú sýgur reykinn úr sígarettunni. Við það finnst einnig vægur ”sviði”, í hálsinum líkt og þegar maður reykir.

Hafðu samband

Jódís Brynjarsdóttir

Jódís Brynjarsdóttir

Viðskiptastjóri Klasi 3
Sigrún Helga Sveinsdóttir

Sigrún Helga Sveinsdóttir

Markaðsstjóri Klasi 3

Nicorette nikótínlyf (innihalda nikótín) eru notuð við tóbaksfíkn. Þau draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og auðvelda reykingamönnum að draga úr eða venja sig af tóbaki. Lyfjatyggigúmmí skal tyggja rólega og láta liggja kyrrt í munninum öðru hverju. Innsogslyfi skal anda að sér í gegnum munnstykkið. Nefúða er úðað í hvora nösina. Forðaplástur er settur á húð. Munnsogstöflur eru látnar leysast upp í munni. Tungurótartöflur eru látnar leysast upp undir tungu. Munnholsúða skal úða í munn. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette og munnholsúðinn og munnsogstöflurnar eru ekki ætlaðar yngri en 18 ára. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is