Framleiðandi: Kenvue

Microtab tungurótartöflur

SmPC

Microtab er lítt áberandi lausn fyrir reykingamenn sem vilja hætta án þess að aðrir viti af því. Tungurótartaflan er sykurlaus og svo lítil að þú finnur nánast ekki fyrir henni þar sem hún liggur undir tungunni og leysist þar upp.

Skoða vöru í vefverslun Distica

Microtab tungurótartöflur

Microtab er líka góður möguleiki fyrir þá sem vilja draga smám saman úr reykingum eða þar sem reykingar eru bannaðar. Áhrifin skerðast ekki þó þú drekkir vökva eins og t.d. kaffi, ávaxtasafa eða vín.

Hafðu samband

Jódís Brynjarsdóttir

Jódís Brynjarsdóttir

Viðskiptastjóri Klasi 3
Sigrún Helga Sveinsdóttir

Sigrún Helga Sveinsdóttir

Markaðsstjóri Klasi 3

Nicorette nikótínlyf (innihalda nikótín) eru notuð við tóbaksfíkn. Þau draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og auðvelda reykingamönnum að draga úr eða venja sig af tóbaki. Lyfjatyggigúmmí skal tyggja rólega og láta liggja kyrrt í munninum öðru hverju. Innsogslyfi skal anda að sér í gegnum munnstykkið. Nefúða er úðað í hvora nösina. Forðaplástur er settur á húð. Munnsogstöflur eru látnar leysast upp í munni. Tungurótartöflur eru látnar leysast upp undir tungu. Munnholsúða skal úða í munn. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette og munnholsúðinn og munnsogstöflurnar eru ekki ætlaðar yngri en 18 ára. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is