Framleiðandi: Kenvue

Nicorette QuickMist

Bæklingur
SmPC

Nicorette QuickMist og Nicorette QuickMist Cool Berry

Skoða vöru í vefverslun Distica

Nicorette QuickMist

Skjótvirkur munnúði með fersku mintubragði eða berjabragði.

Nicorette QuickMist er notað sem hjálparmeðal til að halda reykbindindi, þegar fólk er að reyna að hætta að reykja. Lyfið tilheyrir þeim flokki lyfjameðferðar sem nefnist nikótínuppbótarmeðferð.

Nicorette QuickMist er notað til að draga úr fráhvarfseinkennum nikótíns, þ.m.t. reykingaþörf, einkennum sem fólk fær þegar það hættir að reykja. Þegar skyndilega er hætt að sjá líkamanum fyrir nikótíni úr tóbaki fær fólk ýmiss konar óþægindi sem kallast fráhvarfseinkenni. Með notkun Nicorette QuickMist er hægt að koma í veg fyrir eða draga úr þessum óþægindum og löngun til að reykja. Það er vegna þess að í skamman tíma fær fólk áfram lítið magn af nikótíni í líkamann. Nicorette QuickMist inniheldur ekki tjöru, kolsýring og önnur eiturefni sem eru í sígarettum.

Nicorette QuickMist munnholsúðinn er hraðvirkt nikótínlyf sem dregur úr reykingalöngun eftir 30 sekúndur. Hver úði gefur þér lítinn skammt af nikótíni sem frásogast hratt í gegnum slímhúðina í munninum og dregur samstundis úr nikótínþörfinni.

Munnholsúðinn er fyrirferðarlítill og einfaldur í meðförum. Ferska mintubragðið eða nýja berjabragðið gerir QuickMist að ákjósanlegri lausn til þess að losna við skyndilega reykingaþörf. Í hverjum skammti er 1 mg af nikótíni. Nota skal 1-2 úða í hvert sinn.

QuickMist Cool Berry auglýsing

Nýtt bragð! Nicorette QuickMist Cool Berry. Slær á reykingalöngun eftir 30 sekúndur.

Hafðu samband

Jódís Brynjarsdóttir

Jódís Brynjarsdóttir

Viðskiptastjóri Klasi 3
Sigrún Helga Sveinsdóttir

Sigrún Helga Sveinsdóttir

Markaðsstjóri Klasi 3

Nicorette nikótínlyf (innihalda nikótín) eru notuð við tóbaksfíkn. Þau draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og auðvelda reykingamönnum að draga úr eða venja sig af tóbaki. Lyfjatyggigúmmí skal tyggja rólega og láta liggja kyrrt í munninum öðru hverju. Innsogslyfi skal anda að sér í gegnum munnstykkið. Nefúða er úðað í hvora nösina. Forðaplástur er settur á húð. Munnsogstöflur eru látnar leysast upp í munni. Tungurótartöflur eru látnar leysast upp undir tungu. Munnholsúða skal úða í munn. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette og munnholsúðinn og munnsogstöflurnar eru ekki ætlaðar yngri en 18 ára. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is