Bristol Myers Squibb
Fyrirtækið Bristol-Myers var stofnað árið 1887 og fyrirtækið Squibb rekur sögu sína til ársins 1858. Árið 1989 voru fyrirtækin sameinuð og til varð eitt þróttmesta fyrirtæki heims í lyfjaframleiðslu og lyfjaþróun.
Bristol-Myers Squibb (BMS) er alþjóðlegt fyrirtæki á sviði lyfjaframleiðslu byggðri á líftækni með það að leiðarljósi að uppgötva, þróa og setja á markað ný lyf sem bæta meðferð og horfur sjúklinga með alvarlega sjúkdóma.
Vefsíða framleiðanda
Með því að sameina hágæða þróunarstarfsemi og sveigjanleika sem einkennir leiðandi líftæknifyrirtæki og fjármagn, reynslu og hæfni alþjóðlegs lyfjafyrirtækis er takmarkið að fyrirtækið verði svokallað næstu kynslóðar líftæknilyfjafyrirtæki og leiðandi á því sviði.
Á hverju ári ver fyrirtækið BMS um það bil 400 milljörðum króna í rannsóknir og þróun lyfja á ýmsum sviðum þar sem þörfin er mikil. Um það bil 30.000 manns vinna hjá samsteypunni í um það bil 100 löndum. Aðalstöðvar BMS eru í New York. Á Norðurlöndunum eru starfsmenn um 250 og aðalskrifstofa í Stokkhólmi.
BMS er öflugt í að kynna ný lyf til meðferðar á meðal annars geðrænum sjúkdómum, krabbameinssjúkdómum, alnæmi, liðagigt og öðrum erfiðum sjúkdómum.Nokkur þessara lyfja innihalda efni unnin með líftækniaðferðum.
Rannsóknir fara fram á mörgum sviðum svo sem: Alzheimers-sjúkdómi/heilabilun, krabbameinssjúkdómum, sykursýki, offitu, lifrarbólgu, alnæmi, hjarta- og æðasjúkdómum, líffæraflutningum, geðsjúkdómum og gigtarsjúkdómum.