Octapharma
Octapharma var stofnað árið 1983 og er eitt af stærstu líftæknifyrirtækjum í Evrópu. Nú starfa hjá fyrirtækinu yfir 4.000 starfsmenn í 37 dótturfyrirtækjum og umboðsskrifstofum í yfir 80 löndum. Velta fyrirtækisins árið 2009 var yfir 1.000 milljón evrur.
Vefsíða framleiðanda
Fyrirtækið er virkt í rannsóknum á smásameindalyfjum, þróun þeirra og í framleiðslu próteinlyfja með raðbrigðatækni. Lyfjarannsóknir fyrirtækisins beinast einkum að efnaskiptasjúkdómum og þróun nýrra immúnóglóbúlína sem og þróun blóðstorkulyfja og vaxtarhormóna.
Octapharma stefnir að því að verða áhugaverðasta líftæknifyrirtæki heims. Með því að sameina krafta mikilhæfra starfsmanna og bestu hugmyndirnar, skapar fyrirtækið frumlegar lausnir með mikið lækningagildi. Octapharma á í dag fimm fullkomnar lyfjaverksmiðjur í Austurríki, Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð og Mexíkó.