Um Vistor

Markmið Vistor er að vera ákjósanlegasti samstarfsaðilinn á íslenska lyfjamarkaðinum, í huga viðskiptavina, birgja, starfsmanna og samfélagsins.

Áreiðanlegur samstarfsaðili

Vistor er samstarfsaðili fjölmargra alþjóðlegra lyfjafyrirtækja og veitir þeim þjónustu við skráningar, sölu- og markaðsmál, klínískar rannsóknir, auk þess að hafa milligöngu um innflutnings- og dreifingarstarfsemi. Með því að leggja áherslu á skilvirka og hnitmiðaða starfsemi og skapa starfsumhverfi sem laðar hæfa einstaklinga til starfa gerir Vistor samstarfsaðilum sínum kleift að ná settum markmiðum. Ennfremur er kaupendum og neytendum varanna tryggt auðvelt og áreiðanlegt aðgengi.

Saga Vistor

Saga Vistor nær aftur til ársins 1956, en þá tóku sjö apótekarar sig saman um að koma á umbótum í lyfsölumálum landsmanna og stofnuðu innkaupasamband apótekara, Pharmaco hf.

Skoða nánar

Gildin okkar

Gildi Vistor, sem starfsmenn fyrirtækisins hafa að leiðarljósi í störfum sínum, eru ÁREIÐANLEIKI – HREINSKIPTNI – FRAMSÆKNI.

Þessi gildi eru niðurstaða gildavinnu sem allir starfsmenn fyrirtækisins tóku þátt í.

Áreiðanleiki

Áreiðanleiki snýst um það að standa við gefin loforð og vinna af heilindum með fagmennsku og heiðarleika að leiðarljósi. Birgjar, viðskiptamenn og aðrir geta treyst því sem við segjum og lofum og að lög, reglur og aðrar kröfur sem til okkar eru gerðar séu virt.

Hreinskiptni

Hreinskiptni skapar grunninn að heiðarlegu vinnuumhverfi, Við gefum skýr skilaboð og segjum það sem í brjósti býr á nærgætinn og uppbyggilegan máta. Við viljum virkja skoðanir sem flestra og örva gagnrýna hugsun. Að tala hreint út og fara ekki í kringum hlutina sparar tíma.

Framsækni

Framsækni táknar löngun og viðleitni starfsmanna til að vaxa, þróast, þroskast og gera betur. Við leitum alltaf leiða til að gera betur – endanleg lausn er ekki til. Við erum opin fyrir breytingum og nýjungum, sýnum frumkvæði og ögrum núverandi stöðu.