Birting upplýsinga

Disclosure code
Frá 30. júní 2016 voru gerðar aðgengilegar, hér á þessari síðu, upplýsingar á grundvelli reglna um birtingu upplýsinga, the Disclosure Code. Um er að ræða greiðslur vegna samstarfs við heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir frá árinu 2015, en einungis eru þrjú síðustu ár birt á síðunni hverju sinni. 

En hvers vegna?

Samstarf heilbrigðisstarfsfólks og lyfjafyrirtækja hefur haft jákvæð áhrif á þróun meðferða og lyfja. Þessir aðilar taka iðulega höndum saman við rannsóknir og fræðslu, til hagsbóta fyrir sjúklinga.

Með innleiðingu siðareglna hafa lyfjafyrirtækin og heilbrigðisstarfsfólk unnið að því að efla þær reglur sem samstarf þeirra byggist á. Almenningur á að geta treyst því að slíkt samstarf hafi ekki áhrif á klínískar ákvarðanir og að heilbrigðisstarfsfólk ráðleggi, veiti eða kaupi viðeigandi meðferð og þjónustu sem byggist eingöngu á klínískum niðurstöðum og reynslu.

EFPIA, Frumtök og öll aðildarfyrirtæki þess styðja þessar reglur um birtingu upplýsinga. Reglurnar kveða á um að öll aðildarfyrirtæki birti upplýsingar um greiðslur til heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisstofnana frá og með árinu 2016. Árið 2016 voru birtar upplýsingar byggðar á samskiptum ársins 2015 og þaðan í frá árlega. Þær greiðslur sem reglurnar ná til eru t.d. styrkir til heilbrigðisstofnana, ráðgjafagreiðslur fyrir fyrirlestra, ferða- og dvalarkostnaður og skráningargjöld á ráðstefnur.

Markmiðið er að efla samstarf lyfjafyrirtækja og heilbrigðisstarfsfólks með því að gera það gegnsærra fyrir sjúklinga og aðra þá sem hagsmuna eiga að gæta. Við hlökkum til að vinna áfram að því að auka gæði meðferða, rannsókna og almennrar umönnunar sjúklinga.

Upplýsingarnar eru birtar á heimasíðu Vistor í samráði við og með samþykki viðkomandi heilbrigðisstarfsmanns.

2023

Gedeon Richter 2023

Sækja skjal

MSD 2023

Sækja skjal

Takeda 2023

Sækja skjal

Vistor 2023

Sækja skjal

Organon 2023

Sækja skjal

Camurus 2023

Sækja skjal

Chiesi 2023

Sækja skjal

Pharmacosmos 2023

Sækja skjal

BESINS Healthcare 2023

Sækja skjal

2022

Gedeon Richter 2022

Sækja skjal

MSD 2022

Sækja skjal

Takeda 2022

Sækja skjal

Vistor 2022

Sækja skjal

Organon 2022

Sækja skjal

Ferring 2022

Sækja skjal

Besins Healthcare 2022

Sækja skjal

2021

Vistor 2021

Sækja skjal

Sanofi 2021

Sækja skjal

MSD 2021

Sækja skjal

Takeda 2021

Sækja skjal