Sjórnendur, stjórn og skipurit
Framkvæmdastjóri Vistor
Arnar Þórðarson
Framkvæmdastjóri Vistor
Arnar tók við starfi framkvæmdastjóra af Gunni Helgadóttur síðla árs 2020. Hann er með M.Sc. í markaðsfræði frá Copenhagen Business School og B.Sc. í hagfræði frá Auburn Montgomery. Áður en Arnar tók við starfi framkvæmdastjóra starfaði hann sem markaðsstjóri hjá Vistor síðan um mitt ár 2018. Þar áður starfaði hann hjá Novo Nordisk, bæði sem vörustjóri í höfuðstöðvum, sem og í þýskum og dönskum dótturfélögum fyrirtækisins.
Stjórn Vistor
Jón Björnsson
Stjórnarformaður Vistor
Jón Björnsson er forstjóri Veritas. Jón hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og umbreytingarverkefnum bæði á Íslandi og í Skandinavíu. Jón hefur starfað sem forstjóri Origo, Festi og Krónunnar, Magasin du Nord og Haga. Jón situr í stjórn Boozt AB, Origo Lausna og Dropp.
Guðbjörg Alfreðsdóttir
Guðbjörg er með meistaragráðu í lyfjafræði frá danska lyfjafræðiháskólanum og lauk AMP námi frá INSEAD árið 2007. Guðbjörg hefur rúmlega 30 ára starfsreynslu af sölu- og markaðsmálum innan lyfjageirans og hefur verið í stjórnunar- og áhrifastöðum innan hans í rúm 20 ár. Hún hóf störf hjá Pharmaco árið 1977, sem síðar varð Vistor. Frá árinu 2008 gegndi hún stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækisins, þar til hún lét af störfum árið 2012. Í gegnum tíðina hefur Guðbjörg verið fulltrúi lyfjamála í ýmsum nefndum og ráðum. Þá skipaði ráðherra Guðbjörgu í nefnd til að móta lyfjastefnu, en sú nefnd hefur lokið störfum.
Hreggviður Jónsson
Hreggviður Jónsson er stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas. Hreggviður útskrifaðist með BA í hagfræði frá Macalester College í St. Paul árið 1987 og með MBA gráðu frá Harvard Business School í Boston 1993. Hann hefur víðtæka alþjóðlega stjórnunarreynslu úr ýmsum geirum þjóðlífsins og var formaður Viðskiptaráðs Íslands frá 2012-2016. Hreggviður var forstjóri Veritas og þar áður Vistor frá 2002-2013. Hann starfaði hjá Cargill í Bandaríkjunum og síðar sem ráðgjafi hjá McKinsey & Company í Svíþjóð áður en hann varð fjármálastjóri og síðar forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins og Norðurljósa. Hreggviður hefur setið í stjórn hjá ýmsum fyrirtækjum og samtökum.