Sjórnendur, stjórn og skipurit
Framkvæmdastjóri Vistor

Arnar Þórðarson
Framkvæmdastjóri Vistor
Arnar tók við starfi framkvæmdastjóra af Gunni Helgadóttur síðla árs 2020. Hann er með M.Sc. í markaðsfræði frá Copenhagen Business School og B.Sc. í hagfræði frá Auburn Montgomery. Áður en Arnar tók við starfi framkvæmdastjóra starfaði hann sem markaðsstjóri hjá Vistor síðan um mitt ár 2018. Þar áður starfaði hann hjá Novo Nordisk, bæði sem vörustjóri í höfuðstöðvum, sem og í þýskum og dönskum dótturfélögum fyrirtækisins.
Stjórn Vistor

Þóranna Jónsdóttir
Stjórnarformaður Vistor
Þóranna hefur undanfarið starfað sem sjálfstæður stjórnendaráðgjafi m.a. fyrir Alvotech, Marel og ýmsar opinberar stofnanir. Hún hefur sinnt margvíslegum störfum við Háskólann í Reykjavík, var forseti viðskiptadeildar 2013-2016 og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar þar á undan. Hún var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá systurfélögunum Veritas og Vistor árin 2005-2008, fyrsti framkvæmdastjóri Artasan og ein af stofnfélögum Auðar Capital. Þóranna hefur víðtæka reynslu af stjórnarsetu, er formaður stjórnar Landsbréfa, í stjórn Veritas frá 2018 og áður m.a. í stjórnum Festi, Krónunnar, Íslandsbanka og Lyfju. Þóranna er með doktorsgráðu í viðskiptafræði frá Cranfield University, MBA gráðu frá IESE í Barcelona og MSc gráðu í lyfjafræði.

Guðbjörg Alfreðsdóttir
Guðbjörg er með meistaragráðu í lyfjafræði frá danska lyfjafræðiháskólanum og lauk AMP námi frá INSEAD árið 2007. Guðbjörg hefur rúmlega 30 ára starfsreynslu af sölu- og markaðsmálum innan lyfjageirans og hefur verið í stjórnunar- og áhrifastöðum innan hans í rúm 20 ár. Hún hóf störf hjá Pharmaco árið 1977, sem síðar varð Vistor. Frá árinu 2008 gegndi hún stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækisins, þar til hún lét af störfum árið 2012. Í gegnum tíðina hefur Guðbjörg verið fulltrúi lyfjamála í ýmsum nefndum og ráðum. Þá skipaði ráðherra Guðbjörgu í nefnd til að móta lyfjastefnu, en sú nefnd hefur lokið störfum.

Ingólfur Örn Guðmundsson
Ingólfur Örn Guðmundsson er með B.Sc. gráðu í vöruhönnun frá Ohio State University, MBA gráðu frá Háskóla Íslands, ásamt því að hafa lokið námi í PMD (Project Management in Development) frá Háskólanum í Reykjavík. Ingólfur hefur starfað í alþjóðlegu umhverfi markaðsmála í yfir 25 ár. Lengstum starfaði hann hjá Marel, fyrst innan sviðs vöruþróunar sem vöruhönnuður en um 22 ára skeið leiddi hann alþjóðlega uppbyggingu markaðsstarfs hjá Marel. Hann hefur að auki komið að margs konar verkefnum á sviði vöruþróunar, stefnumótunar og sölumála. Árið 2018 venti Ingólfur kvæði sínu í kross og byggði upp markaðsmálin hjá nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis og síðan starfaði hann um skeið sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Skaganum 3X, áður en hann hóf störf sjálfstætt sem ráðgjafi á sviði markaðsmála.