Viðurkenningar
Vistor hefur á síðustu árum unnið til fjölda viðurkenninga. Við erum stolt af því að hafa meðal annars hlotið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo, Fyrirmyndarfyrirtæki VR, ásamt gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC. Þá er Vistor aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, og hefur hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA.
Framúrskarandi fyrirtæki
Í 13 ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar að teknu tilliti til ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Aðeins 2% fyrirtækja sem skráð eru í hlutafélagaskrá á Íslandi komust inn á lista Creditinfo fyrir árið 2022. Vistor stóðst styrkleikamat Creditinfo og telst því vera Framúrskarandi fyrirtæki 2022. Vistor er stolt af því að hafa verið í hópi framúrskarandi fyrirtækja öll árin sem Creditinfo hefur veitt viðurkenninguna.
Fyrirmyndarfyrirtæki VR
VR hefur staðið fyrir könnun á Fyrirtæki ársins í tæplega tvo áratugi og er stærsta vinnumarkaðskönnun sem gerð er á Íslandi. Í könnuninni er spurt um viðhorf til átta lykilþátta í innra starfsumhverfi fyrirtækja. Þessir þættir eru trúverðugleiki stjórnenda, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki í vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd fyrirtækis og ánægja og stolt. 10 efstu fyrirtækin í sínum stærðarflokki fá leyfi til að nota lógómerkið Fyrirmyndarfyrirtæki.
Jafnlaunaúttekt PwC
Jafnlaunaúttekt PwC greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem hafa áhrif á laun, s.s. menntun, starfsaldur, starfaflokkur og vinnustundir. Til að hljóta gullmerkið þurfa fyrirtæki að hafa 3,5% eða minni launamun. Vistor er stolt af því að hafa hlotið gullmerki PwC og launamunur kynjanna hjá Vistor var langt undir viðmiðum PwC eða 1,2% varðandi grunnlaun og 0,4% þegar heildarlaun voru skoðuð. Þessar niðurstöður undirstrika áherslur félagsins varðandi jafnan hlut kvenna og karla.
Jafnvægisvog FKA
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni FKA unnið í samstarfi við forsætisráðuneytið, Sjóvá, Deloitte, Ríkisútvarpið og Pipar\TBWA. Veritas og dótturfélög hafa hlotið viðurkenninguna.
Vistor er aðili að Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð
Aðildin er liður í nýlegri umhverfisstefnu Veritas og dótturfélaga sem hefur það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærri þróun, þar á meðal heilbrigði og velferð samfélagsins auk þess að skapa virði fyrir samfélagið í heild. Hlutverk Festu er að auka þekkingu á samfélagsábyrgð fyrirtækja, stofnana og hverskyns skipulagsheilda til að tileinka sér samfélagslega ábyrga starfshætti og stuðla að aukinni sjálfbærni. Festa eykur vitund í samfélaginu og hvetur til samstarfs og aðgerða á þessu sviði. Festa er því brúarsmiður og leiðarljós. Festa tengir saman ólíka aðila; fyrirtæki, sveitafélög og einstaklinga sem vilja vera leiðandi á sviði samfélagsábyrgðar og sjálfbærni.