Framleiðandi: Kenvue

Nicorette nefúði

SmPC

Hraðvirkt nikótínlyf við miklum fráhvarfseinkennum.

Skoða vöru í vefverslun Distica

Nicorette® nefúði

Nicorette® nefúðinn er ætlaður stórreykingamönnum sem eru mjög háðir nikótíni og vilja slá hratt á reykingalöngunina. Nikótínið úr nefúðalyfinu frásogast í gegnum slímhúðina í nefinu sem tryggir hraða verkun. Notkun nefúðans getur valdið aukaverkunum fyrstu skiptin. Í byrjun fá margir augn- og nefrennsli ásamt óþægindum í nefi og hálsi. Þessi óþægindi hverfa í flestum tilfellum eftir nokkurra daga notkun.

Hafðu samband

Jódís Brynjarsdóttir

Jódís Brynjarsdóttir

Viðskiptastjóri Klasi 3
Sigrún Helga Sveinsdóttir

Sigrún Helga Sveinsdóttir

Markaðsstjóri Klasi 3

Nicorette nikótínlyf (innihalda nikótín) eru notuð við tóbaksfíkn. Þau draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og auðvelda reykingamönnum að draga úr eða venja sig af tóbaki. Lyfjatyggigúmmí skal tyggja rólega og láta liggja kyrrt í munninum öðru hverju. Innsogslyfi skal anda að sér í gegnum munnstykkið. Nefúða er úðað í hvora nösina. Forðaplástur er settur á húð. Munnsogstöflur eru látnar leysast upp í munni. Tungurótartöflur eru látnar leysast upp undir tungu. Munnholsúða skal úða í munn. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette og munnholsúðinn og munnsogstöflurnar eru ekki ætlaðar yngri en 18 ára. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is