Framleiðandi: Novo Nordisk

NovoPen® 6 & NovoPen Echo®

Margnota Insúlín snjall pennar

NovoPen 6 og NovoPen Echo Plus eru nýir, margnota snjallpennar sem skrá sjálfkrafa upplýsingar um insúlínskammt og tímann sem hefur liðið frá síðustu inndælingu.

Penninn gefur yfirlit yfir: Hvenær er insúlínið notað, hversu mikið insúlín er notað og hvaða áhrif hafa ákvarðanir varðandi inndælingar á blóðsykurinn.

Skoða vöru í vefverslun Distica

NovoPen® 6


Af hverju að nota NovoPen 6 og NovoPen Echo Plus?

Upplýsingar flytjast þráðlaust frá pennunum í síma notandans og tölvukerfi sem er hannað fyrir heilbrigðisstofnanir til að samþætta upplýsingar úr ýmsum tækjum til blóðsykurstjórnar í eina skýrslu. Þessi lausn kallast Glooko og er komin á markað á Íslandi.

  • Skjárinn sýnir bæði fjölda eininga og tíma frá síðustu inndælingu (tt:mm:ss)
  • Skráir sjálfkrafa allt að 800 inndælingar
  • Yfirfærir inndælingargögn þráðlaust með nálægðarsamskiptatækni (NFC)
  • Hægt að nota með iPhone§ og Android
  • Auðvelt að nota og auðvelt að lesa af4
  • Þarf ekki að skipta um rafhlöður eða hlaða
  • 3 ára ábyrgð, 4-5 ára endingartími
  • Hámarksskammtur: 60 einingar
  • Skammtur í hverju þrepi: 1 eining

Fyrir þig:*

  • Ráðgjöf byggð á meiri þekkingu
  • Engin þörf á að áætla hvað einstaklingur hefur gefið sér (af insúlíni)
  • Nákvæm yfirsýn yfir stærð og tímasetningu skammta
  • Insúlín- og blóðsykursupplýsingar hlið við hlið**

Fyrir einstakling með insúlínháða sykursýki:

  • Vegna skammtaminnisins hefur notandi ekki lengur áhyggjur af því hvenær síðasta inndæling var gefin og hvað margar einingar voru notaðar
  • Betri yfirsýn yfir eigin insúlíngjafir
  • Aukinn skilningur á insúlínnotkun
  • Getur fengið ráðgjöf um meðferð sem er byggð á þeim insúlínskömmtum sem voru raunverulega gefnir

Umhverfisvæni valkosturinn

NovoPen 6 og NovoPen Echo Plus eru margnota pennar með endingartíma í allt að fimm ár. Þegar þeir tæmast þarf eingöngu að skipta um Penfill® rörlykjuna með insúlíninu, en ekki allan pennann. Penfill 3 ml rörlykjan er gerð úr endurvinnanlegu gleri.

Samstarfsaðilar á Íslandi

NovoPen 6 og NovoPen Echo Plus geta tengst eftirfarandi tölvukerfum á heilsugæslustöðvum/sjúkrahúsum, smáforritum og stuðningsforritum.

Hafðu samband

Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir

Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir

Markaðsstjóri Klasi 8

* Deiling gagna úr pennanum er háð því skilyrði að skjólstæðingur óski eftir að þeim sé deilt.
** Upplýsingar um insúlínskammta eru yfirfærðar frá NovoPen 6 og NovoPen Echo Plus. Upplýsingar um blóðsykursgildi eru yfirfærðar frá blóðsykursmæli eða frá glúkósanemum. Hvort tveggja er hægt að sjá hlið við hlið í ýmsum tækjum á heilsugæslustöð/sjúkrahúsi.
§ iPhone 7 eða nýrri tegund